Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 36
30
MORGUNN
einmitt nokkuð oft eftir dauða Haralds tekið hana út
og skoðað hana.
Ennfremur segir miðillinn, að maðurinn segi, að þeg-
ar setið sé í vissum stól inni í' þessari stofu og snúið baki
að glugganum, þá sé beint á móti mynd af sér og blóm í
vasa á bak við; honum þyki vænt um að eg hafi blómin
þarna hjá myndinni. (Þetta var rétt). Segir, að þessi
maður haifi elskað náttúrufegurð og verið mjög hrifnæm-
ur. Þá talar hann um mynd af manninum, hún hangi á
veggnum; er sagt eins og um morguninn, að maðurinn
sé ánægður með, hvar hún hangi, hann sýni færðar til
myndir, en segir að það sé gott eins og það sé. Miðill-
inn spyr, hvort eg heyri ekki stundum högg í stofuhorn-
inu hjá myndinni og játa eg því. Eg vil í þessu sambandi
geta þess, að kvöldið áður en eg fór að heiman, höfðu
verið gestir hjá mér, þar á meðal var kona, sem fór að
setja út á, hvar mynd Haralds héngi á veggnum, vildi
hún að eg færði hana til, skifti á henni og annari mynd;
Haraldur er augsýnilega að láta vita, að hann hafi heyrt
þessa samræðu, en að honum sé sama, hvernig myndirn-
ar hangi.
Þá spyr miðillinn, hvort eg hafi skrifað bók; eg
neita því, en segist hafa gefið út bók. Hann segir, að
maðurinn sýni sér bók, sem hann segi að standi í sam-
bandi við okkur bæði; hann segi, að það sé fyrsta bók-
in, en eg ætli að gefa út aðra. Hann sé mjög ánægður yf-
ir því, en segi, að eg sé með áhyggjur út af þeirri bók,
hvað eg eigi að láta í hana; mér finnist eitthvað vanta,
en eg skuli vera róleg. hann skuli sjá um það. Auðvitað
er fyrri bókin, sem hér ræðir um ,,Árin og eilífðin II“,
en seinni bókin „Kristur og Kirkjukenningarnar". Eg
hafði þá ekki nema að litlu leyti valið efnið í þá bók, og
var með nokkrar áhyggjur út af ]iví; en þegar eg kom
heim, lá það opið fyrir mér, hvaða efni ætti í bókinni
að vera.
Miðillinn spyr, hvort manninum hafi verið ilt í háls-