Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 78
72
MOEGUNN
borið þjófnaðinn upp á stúlkuna, en hún neiti því harð-
lega að hafa tekið nokkuð. — Af því að ekki var liðinn
nema klukkutími síðan þetta hafði gerst, átti Mrs. Twee-
dale mjög hægt með að muna, í hvaða ástandi hún hefði
verið á þessum tíma. Menn skyldu nú ætla að hún hafi
verið sofandi, en svo var ekki. Það merkilega við söguna,
ef menn annars trúa að þetta hafi átt sér stað, er einmitt
það, að hún var glaðvakandi og sat með manni sínum
inni í borðstofunni við morgunkaffið, og vissi ekki til þess
að hún hefði orðið annars hugar. Mr. Hill stóð fast á
því, að það hefði verið Mrs. Tweedale, sem hafi gert sér
viðvart, og hafi það verið, sem nú reyndar margir munu
efast um, þá hlýtur starfsemi undirvitundarinnar að
geta verið merkilega sjálfstæð, ef hún á að geta starfað
samtímis dagvitundinni og á alt öðrum stað. — Ef þetta
getur átt sér stað, hlýtur það að liggja í því, hvað tíma-
formið á andlega sviðinu er mikið víðtækara en á sviði
dagvitundarinnar. — Sem frekari sönnun þess, að seðillinn
í raun og veru hafi horfið frá Mr. Hill, er rétt að geta
þess, að þrem vikum síðar játaði stúlkan af sjálfsdáðum
að hafa tekið hann. — Mrs. Tweedale virðist ekkert efast
um, að hún hafi þarna sér óafvitandi aðvarað Mr. Hill,
því hún gefur í skyn, að þetta hafi ekki verið í fyrsta
sinn, sem hún hafi með líku móti gert vart við sig hjá
honum. — Á þessu finst henni sú skýring vera líklegust,
að á milli sín og Mr. Hill sé eitthvert dularfult samhand,
sem orðið hafi til einhvern tíma í fyrri tilveru þeirra
beggja.
Mrs. Tweedale aðhyllist mjög endurholdgunarkenn-
ingu guðspekinga. Hún hafði haft persónuleg kynni af
Mad. Blavatsky, höfundi guðspekistefnunnar, þegar hún
dvaldi í London, og segir hún nokkuð frá þeim kynnum
í bókinni „Ghosts I have seen“. Kveðst hún hafa verið
viðstödd, þegar Annie Besant kom í fyrsta sinn á fund
Mad. Blavatsky. Hafi Mad. Blavatsky sagt sér, að A. Be-
sant ætti eftir að taka mjög mikilsverðan þátt í guðspeki-