Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 9
MORGUNN
3
kristindómsins. Páll postuli segir skýlaust sem sína skoð-
un, að ef Kristur sé ekki upprisinn, þá sé trúin ónýt. Mér
skilst hann eiga við það, að ef engin upprisufyrirbrigði
hafi gerst, þá sé hinn nýi boðskapur allur markleysa. —
Þessu sama hefir verið haldið fram allar aldirnar, síðan
er Páll postuli ritaði þetta.
Á þetta aðalvígi kristninnar hefir verið ráðist, einkum
á síðustu öld, af svo miklum lærdómi og viti og hagleik,
að horfurnar voru ])ær um tíma, að sá tími væri í nánd,
er enginn skynsamur maður mundi trúa upprisu Jesú
frá Nazaret. Þetta er svo bersýnilegur sögulegur sannleik-
ur, að tæplega verður um hann deilt. Vísindamenn ver-
aldarinnar voru, að kalla mátti, allir á einu bandi gegn
upprisusögunum. Það eru þeir, sem hafa ráðið skoðunum
hins mentaða heims, þegar til lengdar hefir látið. Svo að
hér sýndist trúin hafa fengið ofurefli að etja við.
Ekki er það annað en fásinna að telja sér trú um,
að ekki hafi verið ástæða til efagirni í þessum efnum, að
rengingarnar hafi verið ávöxtur af einhverri þrjózku
gegn fagnaðarboðskapnum.
Fyrst er nú þess að gæta, að upprisusögurnar voru
mjög ótrúlegar. Hvað er það, sem gerir sögur ótrúlegar?
Aðallega ]>að, að vér þekkjum ekki dæmi, sem eru hlið-
stæð efninu í sögunum. Menn gátu lifað langa æfi og aldrei
rekið sig á neitt líkt og upprisusögurnar, og aldrei hitt
nokkurn mann, né haft spurnir af nokkrum manni, sem
vissi til þess að slíkt hefði gerst. Ekki höfðu menn held-
ur áreiðanlegar sögur af neinu slíku frá liðnum tímum.
Meira að segja, því var haldið að mönnum, að upprisu-
sögur Nýjatestamentisins væru einstæðar — þetta hefði
ekki komið fyrir um neinn annan en Jesúm frá Nazaret.
Var ekki eðlilegt, að þegar rannsóknarandinn vaknaði hjá
mannkyninu og það tók að leita að sönnunum fyrir öliu,
sem ])að átti að taka gilt, ])á vaknaði efinn um ])að, að
upprisusögurnar væru sannar?
í öðru iagi voru upprisusögurnar í Nýjatestamentinu
l*