Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 121
MORGUNN
115
móti skapi. Ávalt er eins og einhver veggur sé milli þeirra
°g umhverfisins, sem þéir þektu svo vel áður, og höfð-
ust mest við í. Þeir undrast það, að jafnvel ættingjar
þeirra og vinir virðast hafa snúið við þeim bakinu, og
sinna ]>eim ekkert. Alt þetta ástand er fyrir þessum mönn-
um eins og draumur, ]>ar sem alt er andstætt þeim, og ekk-
ert kemst í framkvæmd af ])ví, sem þeir vilja fram-
kvæma. Samt er lítið eða ekkert gjört til ])ess að koma
þessum framliðnu mönnum í skilning um ástand þeirra,
segir hún. Það er ekki leyfilegt, vegna þess að ])að gæti
haft slæm áhrif á ]>á, ef þeim væri alt í einu sagt, hvernig
ástatt væri. Margir myndu heldur ekki trúa því, og verða
fletir að annfærast sjálfir um ástand sitt af eigin ram-
leik, tii þess að geta komist út úr því.
Alstaðar ]>ar sem hún fór um, á þessum ferðum sín-
um um jörðina, sá hún þessa nýkomnu anda fylla göt-
urnar í bæjunum, fara út og inn í hús, og ferðast á sjó
og landi. Yfirleitt alstaðar þar sem menn hafast við,
uru einnig gestir úr andaheiminum á ferð. Henni þótti
einkennilegt, að horfa eftir götu, þar sem mikil umferð
var, og sjá framliðna menn og jarðneska ganga fram og
aftur hverja innan um aðra. Stundum fylgdi hún ein-
hverjum hinna framliðnu, sem hún hafði þekt, eftir inn
í húsin, sem þeir höfðu átt heima L Þegar inn var kom-
ið, settust ])eir í stólinn, sem þeir höfðu svo oft setið í,
lögðust á legubekkinn eða settust við borðið með fjöl-
skyldu sinni. En altaf var ])ó einhver óánægjusvipur á
undliti ])eirra yfir því, að ættingjar þeirra skyldu ekki
kannast við ])á.
Eitt sinn, er frú Larsen var á ferðum sínum, segist
hún hafa hitt mann, sem hún hafði þekt vel áður, þar eð
hann hafði verið lögfræðingur hennar í Danmörku í mörg
ár. Eftir að hún fluttist til Ameríku, hafði hann haft
©ftirlit með ýmsu, er henni kom við í heimalandinu, og
ávalt rækt það mjög samvizkusamlega. En alt í einu hætti
hún að fá bréf frá honum. Þó að hún hefði aldrei fengið
8»