Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 69
MORGUNN
63
Eina nótt dreyniir hana, að maður komi til sín og
segi henni að skrifa það, sem hann lesi henni fyrir. Hún
þykist taka blýant og blað, sem hún altaf var vön að láta
%gja á borði við rúm sitt og skrifa upp eftir honum. —
Um morguninn mundi hún ekkert eftir þessu, fyrr en hún
rak augun í blað á borðinu. Var skrifað á það með hendi
hennar sjálfrar smásaga eða æfintýri, sem Mrs. Tweedale
mun ekki hafa þekt, ])ví að hún hefir tekið það í bókina,
án þess að láta þá skýringu fylgja, að það sé áður þekt.
En allir þeir íslendingar, sem lesið (hafa dönsku eða
þýzku lesbók Stgr. Thorsteinssonar, kannast vel við þessa
smásögu. Hún er talin vera eftir þýska prestinn og rit-
höfundinn Gottfried Krummacher (1774—1834) og er
kölluð „Dauði og svefn“. Mrs. Tweedale kveðst hafa sýnt
sóáldinu Robert Browing (1812—1889) blaðið með sög-
unni. Þótti honum hún merkileg og bað um eftirrit af
henni. Svo að hann mun þá heldur ekki hafa ]>ekt sög-
una. Sjálfsagt mun ])ó ])essi saga vera til þýdd á ensku.
Eg mintist á það, að skygnigáfa gerði stundum vart
við sig hjá Mrs. Tweedale. Það kom fyrir, að hún sá mann-
verur ýmist úti eða inni, sem hurfu snögglega við nán-
ari eftirgrenslan, og er í sjálfu sér ekkert svo mjög
óvenjulegt við það. En ýmsar sýnir sá hún, sem verða
að teljast mjög einkennilegar. Hún sat einu sinni í leik-
húsi í Nizza á Frakklandi með vinkonu sinni, þektri að-
Msfrú brezkri, sem hafði sérstaka stúku í leikhúsinu fyrir
sig og gesti sína. Nú hafði hún boðið þangað prins nokkr-
Ulu, Valori að nafni, sem kunnur var meðal tigins fólks
íyrir aldamótin. Skömmu eftir að hann var seztur, tó.k
Mrs. Twedale eftir ])ví, að á bak við hann sat ókunnur
uiaður, mjög einkennilega búinn, í brúnum fötum. óvenju
Srannleitur var hann og langleitur og með einkennileg
uPpmjó eyru, svo að Mrs. Tweedale datt í hug satýrarnir
Ur grísku goðafræðinni. Ekki var hún samt svo mjög
hissa á hinum einkennilega búningi mannsins, því að
bað var algengt á þeim tíma, að menn gengju í „kar-