Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 144
138
M O R G U N N
Rider Haggard.
Sir H. Rider Haggard, sem margar skáld-
sögur hafa verið þýddar eftir á íslenzku,
var ekki eingöngu heimskunnur rithöfundur, heldur tók
hann líka mikilvægan ])átt í lífi þjóðar sinnar með ýms-
um hætti. Hann andaðist 1925. Æfisögu sína hefir hann
ritað, en hún nær ekki lengra en til 1912. Þegar hann
var ungur maður og var að búa sig undir að komast í
]>jónustu utanríkismála-ráðuneytisins, var hann nokkuð
á tilraunafundum með spiritistum, og hann skýrir að
nokkru frá árangrinum, sem fékst á þessum fundum.
Meðal annars segir hann frá sumu af því,
Vkonufrar er íferðist á fundum í heimili einu í Lond-
on. Miðillinn var ung dama, sem hafði
trú á köllun sinni og ])á enga borgun. Hennar var gætt
af hinni mestu nákvæmni, og ,,kynlegir hlutir gerðust,
eða virtust gerast“, segir höf. Svo að slept sé ])ví, er
minna kvað að, birtust tvær ungar, forkunnar fagrar
konur — „eða eg ætti ef til vill heldur að segja ungir
andar“ — önnur dökkleit, hin bjartleit í bjartri stofunni.
Höf. talaði við þær báðar og tók á þeim báðum, og tók
eftir ]>ví, að holdið virtist fast viðkomu og kalt. Hann
kveðst hafa verið heldur framur unglingur og forvitinn,
og ]>ess vegna hefði hann beðið fallegri stúlkuna að lofa
sér að kyssa hana. Hún brosti og virtist alls ekki kunna
])essari málaleitan neitt illa. En leyfið fékk hann ekki.
Höf minnir, að hún hafi tekið það fram, að það væri
ekki leyfilegt. Hún var í nokkurs konar hvítu fati, sem
huldi höfuðið á henni. Þessum hvítu slæðum ýtti hún
upp frá enninu og lét ]>ess getið ljúfmannlega, að ef eg
vildi athuga ]>etta, mundi eg sjá, að hún væri hárlaus.
Hún var líka alveg sköllótt. En einni eða tveimur mínút-
um síðar var komið á hana langt og ljómandi fallegt hár,
sem lék um hana alla. Síðar tók önnurhvor stúlknanna
])að fram, að fallegri stúlkan væri orðin þreytt. Þá var
eins og líkami hennar herptist saman, hálsinn lengdist