Morgunn


Morgunn - 01.06.1930, Síða 114

Morgunn - 01.06.1930, Síða 114
108 MOEGUNN farið aftur í líkamann, þegar hann vill, eða hann hverfur þangað ósjálfrátt, ef eitthvað óvænt kemur fyrir jarð- neska líkamann. Sambandinu milli þessara tveggja líkama er sem sé haldið við með einskonar streng, eða þræði, sem er mjög teygjanlegur, gildur eða grannur eftir því, hvað langt astral-líkaminn er frá jarðneska líkamanum. Strengurinn er úr einhverju því efni, að hann slitnar ekki, þótt eitt- hvað fari þvert í gegnum hann; og þó að fjöldi manna sé saman kominn einhvers staðar, í astral-líkamanum, og gangi þar hver innan um aðra, er heldur engin hætta á, að strengirnir flækist saman. Eftir þessum streng leiðist lífsaflið, og er hann nauð- synlegur til þess að halda lífinu í jarðneska líkamanum, en ef strengurinn slitnar, deyr maðurinn þegar í stað. Segir höfundur, að í rauninni sé enginn munur á sál- förunum og sjálfum dauðanum, nema sá. að í sálförun- um er strengurinn saman tengdur, en í hinu tilfellinu er hann slitinn. Hefir bæði hann og ýmsir fleiri getið sér til, að þar sem talað er um silfurþráðinn í síðasta kapítula Prédikarans í Gamla testamentinu, sé einmitt átt við ]>ennan streng. í fyrsta skifti, sem Sylvan Muldoon kveðst hafa far- ið úr iíkamanum, segist hann alt í einu hafa orðið var við, að hann lá eins og i loftinu, svo sem feti fyrir of- an rúmið sitt. Reistist hann brátt við, og sá þá greini- lega, að hann lá sjálfur í rúminu eftir sem áður. Hélt hann þá, að hann væri dáinn. Annars fanst honum hann vera alveg eins og hann átti að sér, og datt ekki í hug annað, en að allir hlytu að sjá sig. Hann lagði af stað út úr herberginu sínu, en er hann ætlaði að opna hurðina, gat hann það ekki, enda ])urfti hann þess ekki með, því að hann fór í gegnum hana. Ætlaði hann þá að vekja einhvern, til þess að segja, hvað gerst hefði, en hvernig sem hann lét, gat hann það ekki, hann kallaði, en enginn heyrði, hann ætlaði að þrífa í þann, sem hann vildi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.