Morgunn - 01.12.1933, Page 12
138
M0E6UNN
halda uppi sambandinu við ísland og hvert menningar-
legt tap það væri fyrir þá, ef því sambandi yrði með öllu
slitið. En hitt hefir því nær ekkert verið skýrt, hvert gagn
Island gæti af þessum börnum sínum hlotið og hvert tap
það væri fyrir það, að sambandið slitnaði. Og sennilega
er flestum málið mjög óljóst. Hér skal aðeins á það bent,
að hver einasta menningarþjóð, sem sent hefir mikinn inn-
flytjendahóp til hinnar vestrænu álíu, leggur nú hið
mesta kapp á að varðveita sambandið við þá. Svo minst
sé á þær þjóðir, sem oss er skyldastar, má geta þess, að
sænskir merkismenn eru nú sendir árlega eða annaðhvort
ár til Kanada til þess að fylgjast sem nákvæmast með lífi
Svía þar og varðveita sambandið sem traustast. Norð-
menn halda uppi skrifstofu í höfuðborg Vestur-Kanada í
sama skyni. Islendingar í Vesturheimi eru að minsta kosti
þriðjungur að höfðatölu á við heimaþjóðina, langsamlega
meiri hluti þessara manna tala enn íslenzku og unna land-
inu og óska að geta orðið því til heilla. Hafi nokkur þjóð
ekki efni á því, að missa velvilja og samúð slíks marg-
mennis hjá máttarmestu heimsþjóðum, þá er það sú smá-
þjóð, sem þetta land byggir.
Með máli því, sem hér hefir lítillega verið sagt frá,
berst þjóðinni sennilega nokkuð einstætt tækifæri til þess
að búa í haginn fyrir framtíðina. Engin ástæða er til þess
að bera hér fram neinar ákveðnar tillögur um þá aðferð,
sem nota skyldi við að koma því sambandi á, sem hér
hefir verið mælt með. Enda hefir sá, er þetta ritar, ekk-
ert umboð til slíks frá neinum aðila. Hið praktiska fyrir-
komulag kemur nokkuð sjálfkrafa, er menn hafa áttað sig
á og orðið sammála um, hvert þeir vilja stefna. En um-
hugsun þeirra, sem velvildarhug hafa til íslenzku kirkj-
unnar, mun sannfæra þá um, að glíma við þetta mál gæti
orðið þeirri stofnun að lítt metanlegu gagni. Hún hefir
aldrei þreytt sig mikið á trúboði og hún hefir jafnvel lát-
ið undir höfuð leggjast þetta eina trúboðsstarf, sem var
hennar sjálfsögð skylda að sinna. Vandkvæði þjóðkirkj-