Morgunn - 01.12.1933, Side 13
MORGTJNN
139
unnar íslenzku eru ekki sízt í því fólgin, að hún er í engu
efni stórhuga. En takist forystumönnum kirkjunnar að
leysa þetta mál, svo að vel megi við una, þá er ekki ólík-
lega til getið, að þeirra muni minst verða í kirkjusögu
vorri sem manna, er orðið hafi kirkju sinni til heilla, landi
sínu til gagns og sjálfum sér til sóma.
Ragnar E. Kvaran.
Aukamyndir.
Morgni eru við og við að berast fregnir af því, víðs
vegar af landinu, að aukamyndir komi á ljósmyndaplötur,
þ. e. myndir, sem ekki eru af neinu sýnilegu. Oftast eru það
mannamyndir. Ein slík mynd, sem margir hafa séð, kom
á plötu í Grundarkirkju í Eyjafirði. Önnur kom á bæ í firði
einum á Austurlandi, þar sem verið var að fást við mynda-
töku sér til gamans — sást í gluggakistunni, og var all-
einkennileg. Þetta er sagt rétt til dæmis.
Sennilega má segja, að merkasta aukamyndin, sem
Morgunn hefir spurnir af, hafi nýlega komið hér í bænum.
Mynd var tekin af barnslíki. Tvær plötur voru teknar, og á
annari þeirra var ekkert óvenjulegt. Á hinni kom fram
karlmannshöfuð, sem hvílir á kodda, rétt við hliðina á barns-
líkinu. Sú mynd er svo skýr, að enginn vandi virðist vera
að þekkja hana, og hún er sögð tvímælalaust vera af i'öður
konu, sem var viðstödd myndatökuna. Þetta er eina auka-
myndin, sem Morgni hefir verið skýrt frá, að komið hafi
hér á landi og verið þekkjanleg.
Þess er mikillega óskandi, að þeir, sem þessar auka-
niyndir hafa fengið, eða kunna að fá, geri tilraunir til að fá
meira af slíkum fyrirbrigðum. Því að málið er afar merki-
legt. —