Morgunn


Morgunn - 01.12.1933, Page 15

Morgunn - 01.12.1933, Page 15
MORGUNN 141 annan samið tvö leikrit. Þeg-ar hún er í venjulegu ástandi, hneigist hugur hennar eingöngu að nútíðar-bókmentum. En þegar hún er komin í meðvitundarleysis-ástand og farin að rita ósjálfrátt, tjá skrifin sig ávalt vera frá framliðn- um mönnum. Efnið er mismunandi. Sumt er sögulegs eðl- is, eins og postulasagan, sem eg hefi þegar getið um. Sumt er sannanaeðlis, tilraunir, gerðar af framliðnum mönnum til þess að sanna sig, og þær hafa tekist ágætlega. Rit- gjörðir um ýms efni, sem einkum snerta sálræn vísindi. Og loks lýsingar á öðrum heimum, þeim er mönnunum er ætlað að fara inn í í framhaldslífinu. Því er eins farið um þessi efni eins og um sögulegu efnin, að Miss Cummins hafði enga þekkingu á þeim og engan áhuga á þeim. Hún hafði engar bækur lesið um sálar- rannsóknir né spiritisma, og hún hafði enga trú á fram- haldslífi, fyr en hún sannfærðist um það af sínum eigin skrifum. Og þegar hún byrjaði á þessum skrifum, sem eg ætla að skýra frá, gerði hún sér engar sérstakar hugmyndir um það, hvernig framhaldslífinu sé háttað. Geta má þess líka, að þessi ósjálfráðu skrif koma með geysihraða, margföldum hraða á við það, þegar Miss Cummins semur eitthvað í meðvitundarástandi. Það tek- ur hana langan tíma. Þessi flýtir á ósjálfráðu skriftinni er alveg jafnmikill, þó að efnið sé fremur torskilið og orðalagið vísindalegt, eins og þegar efnið er auðvelt og orðalagið hversdagslegt. Sá framliðni maður, sem sagt er að láti Miss Cum- nains skrifa það, sem hér verður gert að umtalsefni, hefir oft verið nefndur í þeim ritum, sem komið hafa út hér á landi um sálræn efni. Hann hét Frederic W. H. Myers og andaðist 1901. Hann var einn af ötulustu og skarp- vitrustu sálarrannsóknamönnum, sem uppi hafa verið, og einn af stofnendum brezka sálarrannsóknafélagsins, rithöfundur og skáld og kennari við háskólann í Cam- bridge í grískum og rómverskum fræðum. Aðalrit hans er »,Persónuleiki mannsins og framhaldslíf hans eftir dauða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.