Morgunn - 01.12.1933, Qupperneq 16
142
MOKGUNN
líkamans“, sem kom út eftir andlát höfundarins. Jakob
Jóh. Smári hefir lagt út á íslenzku eina af bókum hans,
ljóð um Pál postula.
Það er að sjálfsögðu örðugt að sanna, svo að ekki
verði véfengt, að þessi skrif séu frá Meyers. En mjög mikl-
ar líkur eru færðar að því í bókinni. Eg get ekki farið
út í þær röksemdir hér; það yrði of langt mál, og í því efni
verð eg að láta sitja við það að vísa mönnum á bókina
sjálfa. En hins vil eg láta getið, að jafn-varfærnir gagn-
rýnimenn eins og Sir Oliver Lodge, Mr. Stanley de Brath
og Mr. Gow ritstjóri tímaritsins Light, taka gilda þá stað-
hæfing, að skrifin séu frá Myers runnin, þó að við því
megi búast, eins og margtekið er fram í bókinni, að ekki
sé alt nákvæmlega eins og Myers mundi hafa viljað orða
það. —
Um efni bókarinnar ritar Sir Oliver Lodge í formála
fyrir henni m. a. þessi merkilegu og eftirtektarverðu orð:
„Mér finst eg hafa rétt til að mæla með þessari bók sem
alvarlegri tilraun til þess að veita fræðslu um hið kom-
anda líf og þau stig, sem alvarlega hugsandi menn mega
búast við að fara um. Það eru til lægri stig fyrir menn,
sem minni þroska hafa fengið eða lakar eru innrættir; en
á þau stig er ekki minst hér. Það hlýtur að vera mjög örð-
ugt fyrir framliðinn mann að veita, í stuttu máli, skiljan-
lega fræðslu um annað tilveruástand, veita hana mönn-
um, sem enga reynslu hafa af því ástandi, enda kann
eitthvað að hafa verið misskilningi háð. En eg trúi því,
að þetta sé áreiðanleg viðleitni við að gefa mönnum hug-
myndir, sem séu nálægt því að vera réttar; og til þess
hefir verið notaður ritari með dágóðri mentun, sem fús
er á að veita sína þjónustu með trúmensku og gædd er
áberandi heiðarleik“.
Vér snúum oss þá að sumu af því, sem sagt er í
þessum skrifum. Auðvitað get eg ekki tekið nema sumt
af því. Eg hefi valið að skýra nokkuð frá því, sem oss er
sagt um þrjú fyrstu sviðin eftir andlátið. Eg geri ráð