Morgunn - 01.12.1933, Qupperneq 17
MORGUNN
143
fyrir, að það sé auðskildara almenningi en margt ann-
að í bókinni. Og eftir því, sem eg lít á, er í því fróð-
leikur, sem skiftir miklu máli fyrir alla menn. Og mér
finst þá réttast að byrja á þeim varnagla, sem Myers
slær sjálfur í upphafi bókarinnar, að hann sé takmark-
aður við það, sem hann viti sjálfur, takmarkaður við sína
eigin reynslu. Hann geti aðeins reynt að rita um sann-
leikann eins og hann skynji hann. ,,Eg vona“, segir hann
við miðilinn, ,,að við séum að vinna að sama takmark-
inu. Við finnum ef til vill bæði, að ef við getum bætt nokk-
uru við mannlega þekkingu á hinu andlega eðli manns-
ins, þá sé fyrirhöfn okkar og erfiði ekki einskis virði.
Það er líklegast ekki á okkar valdi að koma með frá-
sagnir um æsandi atburði, en að minsta kosti getum við,
þótt í smáum stíl sé, hjálpað til þess að auka þá þekkingu,
að til séu víðáttumiklir sjóndeildarhringir, sem skynjun
mannanna nær alls ekki til, og þenji sig takmarkalaust
út í óendanleikann“.
„Margs konar og mismunandi“, segir hann enn
fremur, „eru þau skilyrði, sem sálin er háð, þegar hún
lifnar í öðrum heimi. Eg nota af ásettu ráði orðið lifnar
í sambandi við sálina. Því að okkur virðist sálin eins og
dauð, meðan hún lifir í sínum jarðneska líkama, eins og
öllum þorra vantrúarmanna mundi virðast við vera. Það er
áreiðanlega satt, að mörgum okkar liggur við að efast
um, að nokkur sál sé í líkömum sumra karla og kvenna,
sem gædd eru lítilfjörlegu, dýrslegu eðli, og lifa, í jarð-
neskum skilningi, á jörðunni um þessar mundir“.
Næst ætla eg þá að minnast á það, sem oss er sagt
um líkami mannverunnar. Langt upp eftir tilverustigun-
um er mönnunum nauðsyn á líkömum. Oss er ekki sagt,
hvað margir þeir kunna að vera, en minst er á fjóra, auk
jarðneska líkamans.
1. Tvífarinn eða sameiningar-líkaminn. Hann hefir
áður verið kallaður astrallíkami, sem Myers telur rang-
nefni.