Morgunn - 01.12.1933, Síða 32
158
M0R6UNN
eymd sína, löst sinn; og þá kemur hin mikla brevting.
Hann er settur í samband viS part af hinni miklu endur-
minningu, sem Jóhannes postuli nefnir bók lífsins. Hann
verður var við allar tilfinningar, sem illverk hans hafa
vakið hjá öðrum. Engin þraut, engin angistartilfinning,
sem hann hefir valdið, hefir orðið að engu. Alt hefir verið
skráð, hefir eins konar tilveru, sem hann verður var við,.
þegar hann hefir lent í samband við þann endurminn-
ingavef, sem var utan um hans líf og annara, er komust í
tæri við hann á jörðinni.
Sagan af grimdarseggnum í framhaldslífinu mundi
verða heil bók, sem mér er ekki leyft að rita. Eg get að
eins bætt því við, að sál hans eða hugur hreinsast smám
saman með því, að þær þrautir, sem hann hefir valdið,
komi niður á honum sjálfum.
Eg hefi komist langt burt frá Jóni Jónssyni, til þess
að skýra. við hvað sé átt með þeirri staðhæfing Krists, að
syndaranum sé varpað út í myrkrið fyrir utan, þar sem
sé grátur og gnístran tanna. Það er hugrænt myrkur,
sem syndarinn lendir í. Það er hið rangsnúna eðli sjálfs
hans, sem hefir valdið þessum þrautum hans. Hann haf ði
frjálsan vilja, máttinn til að kjósa, og hann hefir, að
minsta kosti um stundarsakir, kosið þetta hugræna myrk-
ur í framhaldslífinu.
Nú langar mig til að koma með eitt dæmi enn, segir
Myers. Vér hugsum oss karlmann, eða konu, sem hefir
lifað ósiðlegu lífi á jörðinni. Maðurinn, sem kemur inn
í þennan heim eftir vítavert líf á jörðinni í kynferðisefn-
um, er kominn inn í ríki hugarins, og kemst að raun um,
að eins og hugrænar skynjanir hans eru orðnar hvassari,
eins er orðin ákafari sú jarðneska löngun, sem setið hef-
ir í fyrirrúmi hjá honum, og hans hugræni máttur er orð-
inn miklu meiri. Hann getur eftir vild kvatt þá til sín, sem
fullnægja þessari hlið á eðlisfari hans, sem ofvöxtur hef-
ir hlaupið í. Aðrir hans líkar dragast að honum. Og um
tíma lifa þessar verur í kynferðisparadís. En hafið það