Morgunn - 01.12.1933, Page 36
162
MORGUNN
Á jörðinni ei’u það langanir líkamans, sem að miklu
leyti ráða yfir mannverunni, þó að innblástur komi frá
andanum inn í lífið og hann varpi við og við ljósi inn í
myrkur mannsheilans. Andinn eða hin dýpri lög hugar-
ins geta ekki verkað á veruna nema með veikum mætti.
Á fjórða sviðinu getur andinn notið sín betur. Sálin verð-
ur vör við breytinguna með þeim hætti, að vitsmuna-
mátturinn eykst stórkostlega. Endurminningin um smá-
atriði jarðneska lífsins týnist um stund, en sálinni tekst
betur að einbeita huganum. Sálin flytur samt með sér
grundvallaratriði endurminninganna, eða öllu fremur
heldur sambandi við þær á fyrsta stiginu á fjórða svið-
inu. Á þessu stigi meðvitundarinnar lærir veran smátt
og smátt að draga að sér úr andanum máttinn til þess
að ráða yfir þeirri mynd, sem hún birtist í, og umhverfi
sínu yfirleitt.
Auðvitað er reynsla einstaklinganna afar mismun-
andi. Myers segist taka til dæmis sálarmann, sem haldi
ákveðið áfram upp á við, þar sem framfarirnar verði
ekki, eins og þær verði hjá svo mörgum, í öldum, upp
og niður, þó að hver alda rísi upp ávalt ofurlítið hærra
en sú næsta á undan.
Þessi vera gerir sér nú fyrst af öllu grein fyrir því,
að hún er komin inn í veröld óteljandi lita, Ijóss og
hljóma. Hún verður vör við það, að líkami hennar er
allsendis ólíkur jarðneskum líkama. Fyrri athafnir
mannsins hafa áhrif á það, hvernig þessi líkami lítur út,.
að svo miklu leyti sem þær athafnir hafa þrýst sér inn í
hina dýpri vitund. Þetta litasambland kann að vera af-
káralegt, undarlegt útlits, kann að vera svo yndislegt,
að orð fá því ekki lýst, kann að vera kynleg fjarstæða,
eða taka fram hinum háleitustu draumum um jarðneska
fegurð.
Á þessu marglita sviði er sveifluhraði líkamans af-
skaplega mikill, því að nú er hugurinn farinn að láta til
sín taka beinlínis, meira en áður — svo að nú geta menn