Morgunn - 01.12.1933, Qupperneq 44
170
M O R G U N N
fræði »sálfarir«, og er í því fólgin, að sálin fer í bili úr
líkamanum og gerist þetta með fullri vitund mannsins og
að honum glaðvakandi. Þessi merkilega reynsla er æfa-
gömul og er um hana sú elzta frásögn, sem ég þekki, í
bréfi Páls postula til Korintumanna, þar sem postulinn seg-
ir þeim að hann hafi verið hrifinn alt til þriöja himins og
heyrt þar ósegjanleg orð, sem engum manni sé leyft að
mæla. Þessi merkilegi hæfileiki, að sálin geti farið í and-
legum likama úr hinum jarðneska og ferðast til fjarlægra
staða eða jafnvel skygnst inn í aðra heima, sá hæfileiki
hefir fylgt mannkyninu fram til þessa dags. f Biskupasög-
um vorum, hinum elztu, er afar merkileg saga af Guð-
mundi hinum góða, Hólabiskupi; hann var staddur austur
á landi og var að biðja fyrir sjúkum manni; hann hallað-
ist upp að djákna þeim, sem fylgdi honum, en meðan á
bænagerðinni stóð gerðist merkilegur atburður: biskupinn
fellur í dá, en djákninn finnur að líkami hans Iéttist stór-
kostlega og stóð dá-svefninn yfir alllanga stund, en á
sama tíma sér maður vestur við ísafjarðardjúp, sem var í
háska staddur og hafði heitið á biskupinn sér til liðsinnis,
hann sér Guðmund biskup koma sér til hjálpar. Mörgum
kann að virðast saga þessi kynleg og sumum allsendis
ótrúleg; ég get vitanlega ekki fært að því rök að hún
hafi raunverulega gerst, en hitt veit ég að til eru margar
vel vottfestar nútímasögur um það, að menn hafa komist
í þetta einkennilega ástand og sést á fjarlægum stöðum,
og eru þær, sem vafalaust eru einna merkastar prentaðar
í fyrra hefti »Morguns« árið 1927. Nútímarannsóknir á dul-
rænum hæfileikum mannssálarinnar hafa vakið áhuga margra
fyrir því að þroska með sér þennan hæfileika og persónu-
lega þekki ég fólk, sem hefir tekist það merkilega vel og
hefir frá undraverðri eigin reynslu að segja.
Ennfremur er um afar merkilega reynslu að ræða hjá
fólki, sem verður svo þungt haldið einhverjum sjúkdómi,
að það kemst í »opinn dauðann«. Þetta fólk virðist að
nokkru leyti lifa sitt eigið andlát: það stendur á gólfinu