Morgunn - 01.12.1933, Side 47
MORGUNN
173
takmörk, að hann hafi af fremur litlu að miðla öðru en
undirvitundar starfsemi sinni. Því meiri og fullkomnari sem
miðilskrafturinn er, því ábyggilegri sýnast líka skeytin að
vera. Til þess að vera góður skrifmiðill, þarf venjulega
mikla æfingu og í fyrstu er það altitt að hjá miðlinum
ritist framan af meira og minna ósamanhangandi hrafna-
spark, jafnvel þótt miðillinn viti ekki betur en að hendinni
sé stjórnað og rithöndin verði síðar hin læsilegasta. Getur
þá verið hvorttveggja að miðilinn vanti æfinguna og að
sá, sem reynir að skrifa með hendi miðilsins, þurfi líka á
æfingunni að halda.
Það sem ritast hjá miðlinum, getur reyndar stundum
ekki talist með öllu ósjálfrátt. Þó lítt æfður miðill viti ekki
hvað hann á að skrifa og þó honum finnist hendinni sé
stjórnað, þá veit hann þó ósjaldan um efni hvers einstaks
orðs, jafnóðum og þau ritast. Slik skrift getur ekki talist
með öllu ósjálfráð. Daglega vitundin starfar eitthvað með.
Hjá öðrum miðlum er skriftin nærri ósjálfráð, en þó þurfa
augu miðilsins að líta eftir þvi, að línurnar ruglist ekki
saman og skriftin verði ekki ólæsileg. Beztu skrifmiðlarnir
rita aftur eins vel þótt bundið sé fyrir augun á þeim, geta
jafnvel ekki skrifað, ef þeir sjá línurnar. Stainton Moses
las bækur eða skrifaði með hægri hendínni, en jafnframt
ritaðist hjá honum með vinstri hendinni ósjálfrátt. En svona
fullkominn var hæfileiki hans ekki í fyrstu og til þess þurfti
hann mikla æfingu. Honum var stjórnað af mörgum verum,
er bæði virtust vera vitrar og góðar og létu þær hann
skrifa hina víðkunnu bók Spirit Teachings. Sumir miðlar
geta haldið uppi samræðum við menn, er þeir rita ósjálfrátt,
eða hugsað fast um ýms vandamál. Sumir geta samtímis
ritað ósjálfrátt með báðum höndum, er hvor höndin ritar
um sjálfstætt efni. Sumir miðlar geta aðeins ritað, er þeir
eru í sambandsástandi. Svo var t. d. um Mrs. Piper.
Hjá æfðum skrifmiðlum breytist rithöndin, eftir því hver
stjórnandinn er, alveg eins og þegar margir skrifa, hver á
eftir öðrum. Rithöndin getar verið viðvaningslegt klór, eða