Morgunn - 01.12.1933, Side 48
174
MORGUNN
gengið næst því að mega heita skrautritun, þar sem stíll,
málfræði, stafsetning og setning greiriarmerkja er í full-
komnasta lagi og hver blaðsíðan er rituð eftir aðra, án
nokkurrar villu eða leiðréttingar. Svo hafði t. d. verið um
það, sem Stainton Moses ritaði. En varla finnzt nokkur full-
komnari sönnun fyrir því að undirvitund miðilsins geti
ekki verið um slikar ritsmíðar að kenna, en þegar líka er
ritað á útlendum tungum, sem miðillinn, og alloft líka eng-
inn viðstaddur, kann neitt í. — í erindi, sem eg flutti í
Sálarrannsóknarfélagi íslands og prentað var í Morgni
(XIV. árg. 1) sagði eg nokkrar sögur um þessa erlendu
tungumálaritun og vísa því til þeirra. En þær sögur voru
aðeins sagðar til dæmis, því reyndar er allur fjöldi til af
slíkum skeytum á erlendum tungum, sem miðillinn kunni
ekki.
Hvað sem skröksemi undirvitundar kann að líða við
hvert einstakt tækifæri, þá er slík skýring þó óhæfileg til
þess að vera einkaskýring þessara fyrirbrigða. Og hvað
dáleiðsluna snertir, er hún beinlínis villandi. Hún kemur
mjög illa heim við reynsluna af dáleiddum mönnum.
Eins og þegar er bent til, skiftir það afarmiklu, hvort
miðillinn getur varist því, að dagvitund hans hafi nokkur
áhrif á það, sem ritast. Gæti dagvitundarinnar að nokkru
við skriftina, er hætta á að orð og hugsanir úr huga mið-
ilsins slæðist inn í það sem ritast. Skriftin þarf að vera
algjörlega ósjálfráð, eigi henni að vera treystandi. Þörfin
á þessu hlutleysi miðlanna hefir þá líka margsinnis verið
brýnd fyrir þeim, er þeir voru að skrifa. Þegar W. T. Stead
ritaði Júlíubréfin, var þetta hvað eftir annað brýnt fyrir
honum. Sama er að segja um Stainton Moses, að sama
krafan var gerð til hans. Sé miðill aftur í fullkomnu sam-
bandsástandi, sýnist dagvitundin alls ekki komast að og
að því skapi minni hætta á, að skeytið brenglist eða fari
með hégómamál eða rangfærslur.
Af þessum sömu ástæðum er það auðsjáanlegt líka,
að verurnar, sem hjá miðlunum rita, beita ýmsum aðferð-