Morgunn - 01.12.1933, Síða 49
M 0 II G U N N
175
um til þess að koma í veg íyrir að miðillinn viti, hvað hann
er látinn skrifa. Stundum er skriftin svo smágerð, að ekki
er hægt að lesa hana nema undir stækkunargleri. Stundum
er hver línan rituð aftur á bak, eins og venjuleg skrift sé
hún lesin í spegli. Megi lesa hana á þann hátt, er hún
kölluð spegilskrift. Stundum er annaðhvort orð ritað aftur
á bak, eða öll blaðsíðan er rituð aftur á bak og byrjar þá
lesmálið neðst hægra megin. Stundum ritast skriftin með
alveg óskiljanlegum hraða. Sturdum stendur öll skriftin á
höfði. Allar þessar ráðstafanir sýnast gerðar í sama tilgangi,
að tryggja það að undirvitund miðilsins hafi ekki áhrif á
skeytið og spilli með því efni þess.
Vert er líka að geta þess, að það hefir komið fyrir,
að ung börn hafa ritað ósjálfrátt. Myers segir í bók sinni
Hiimcrn Personalíty frá tveim börnum, fjögra og fimm ára,
er bæði rituðu ósjálfrátt. Þegar sonur Mrs. Jencken (mið-
ilsins fræga Kate Fox) var fimm mánaða gamall, ritaði hann
hvað eftir annað ósjálfrátt. Blýanti var stungið í greipina
á barninu og rituðust þá hjá því stutt skeyti frá látnum
vinum fjölskyldunnar. Rithöndin var skýr og vel Iæsileg.
Myndir voru gerðar af þessum skeytum og prentaðar oftar
en einu sinni með vottorðum þeirra, er við höfðu verið
staddír.
Þess eru fjölmörg dæmi, enda ekki við öðru að bú-
ast, að framliðnir menn geta ekki stjórnað hendi miðilsins
og þurfa því að fá aðra til þess að skrifa fyrir sig, er þeir
vilja senda eftirlifandi ættingjum og vinum kveðju sína. Er
þá að sjálfsögðu ekkert mark takandi af rithöndinni. En
einkennilegt er það talið, hve oft undirskriftin líkist undir-
skrift þess sem ritað er fyrir. Vel æfðir skrifmiðlar hafa
oft marga stjórnendur og ritar þá hver þeirra með sinni
rithönd, sem ekki breytist, þó langur tími líði á milli þess
að þeir skrifa. Stundum lítur helzt svo út, að þessir stjórn-
endur hlaupi í kapp hver við annan, skriftin hættir í miðju
kafi og annar fer að skrifa með allt annari rithönd.
Vert er að geta þess, að dáleiddum mönnum er oft