Morgunn


Morgunn - 01.12.1933, Page 60

Morgunn - 01.12.1933, Page 60
186 MORfiUNN legustu glæpi, og nútímakonan mun ýta honum áfram til þess. Sem stendur ríkir menning margra ólíkra tímabila í veröldinni, og fulltrúar þeirra hittast og eiga mök saman. Englendingar, Frakkar eða Vesturheimsmenn, sem bera í brjósti hugmyndir tuttugustu aldarinnar, eiga viðskifti við Indverja og Kínverja, sem eru með menningu, er fengið hefir sitt fasta mót fyrir mörgum þúsundum ára. Nú blasir við oss það útsýni, að vald og vopn mannsins eru hlaupin langt fram úr vizku hans, og að vizka hans hefir orðið langtum fljótari í ferðum en þroski göfug- menskunnar. Það getur vel farið svo, að vér rekum oss á styrk menningarinnar án miskunnsemi hennar“. Eg bendi á það af nýju til athugunar, að það er ekki neinn prestur eða siðgæðisvandlætari, ekki heldur nein hálfærð þjóðfélagsleg illviðriskráka, sem er að segja þetta. Það er stjórnmálamaður, sem ekki er að eins van- ur við að fást við málefni þjóðar sinnar, heldur líka allrar veraldarinnar, við og við ráðherra mesta stórveldisins, maður, sem á því þarf að halda að kunna að haga orðum sínum gætilega. Ef til vill mætti segja, að þetta væri ekki svo mjög sögulegt, ef þessi stjórnmálamaður væri eini maðurinn, sem bæri þennan ótta í brjósti — óttann við það, að vís- indin, vélarnar, valdið yfir öflum náttúrunnar kunni að verða mannkyninu ofurefli. En það er síður en svo. Eg held, að nærri láti, að hver maður, sem les nútíðarbækur, sé alt af að reka sig á þennan ótta. Eg ætla, rétt til dæmis, að benda á norska bók, sem út kom 1930. Höfundurinn heitir Ludvig Dahl, og er bæjarfógeti í Frederiksstad, en hefir áður verið dómari í Osló. Hann er tvímælalaust merkilegastur sálarrannsóknamaður á Norðurlöndum. — Þessi bók hans hefir verið lögð út á ensku og gefin út á Englandi og hlotið óvenjulega mikið gengi. Eg set hér ör- stuttan kafla, sem lýtur að umtalsefni mínu, ofurlítið styttan:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.