Morgunn - 01.12.1933, Side 65
M0K6UNN
191
1
ton Churchill talar um — að hyldýpið sé fyrir framan fæt-
urna á okkur, eins og Ludvig Dahl segir. Hættan magnast
auðvitað margfaldlega við þau nýju öfl, sem vísindin
kunna að kenna mönnunum að taka í þjónustu sína.
En þrátt fyrir það verðum vér að gera ráð fyrir, að
mennirnir séu skynsemi gæddar verur. Um veraldarófrið-
inn, sem margir eru óneitanlega hræddir um að komi, er
það að segja, að ekki virðist annað en hrein og bein brjál-
semi að leggja út í hann, eins og nú er komið. Öllum ber
saman um, að enginn mundi vinna sigur í þeim ófriði.
Allar þjóðir mundu lamast. Vér erum komnir að þeim
kynlegu vegamótum, að drápstækin, sem þjóðirnar hafa
verið að sækjast eftir, til þess að geta unnið hver á ann-
ari, eru sem stendur bezta tryggingin fyrir friðnum —
ef til vill eina tryggingin.
En óneitanlega finst mér svara kostnaði, að athuga
ráðin gegn hættunni, sem þessir tveir veraldarmenn, er
eg hefi sérstaklega tekið ummæli eftir, stjórnmálamað-
urinn og bæjarfógetinn, benda mönnum á. í raun og veru
eru það sömu ráðin, sem boðskapur sá virðist hafa byrjað
á, er mannkyninu var fluttur fyrir 1900 árum — að menn-
irnir taki sinnaskiftum. Ludvig Dahl bendir á guðstrúna
sem leiðarstein. Hann bendir auðvitað á mikið fleira,
gerir allnákvæma grein fyrir sínum hjálpræðishugmynd-
um. Hann bendir meðal annars á vitsmunasambandið við
annan heim, sem hann hefir sjálfur fengið svo merkilega
reynslu af. En þungamiðjan í hans ráðum er sinnaskiftin.
Sama er að segja um Winston Churchill. Það er, eftir
hans hugmyndum, miskunnsemin, meðaumkunin, friðar-
viljinn og kærleikurinn, sem þarf að eflast; samfara við-
leitni mananna verður að vera trúnaðartraust og örugg
ódauðleikavon; og menn verða að bæla niður valdafíkn-
ina og metorðagirndina.
En hvaða líkur eru til þess, að nokkur slík sinnaskif ti
geti verið í vændum sem þau, er þessir menn eru að minn-
ast á? munu menn spyrja. Eru þær nokkurar? Er nokk-