Morgunn - 01.12.1933, Side 70
196
M0K6UNN
ar eg geng vestur Austurstræti, finn eg alt í einu, að
Árni gengur við hliðina á mér. Hann er glaður eins og
vant er, og segir hálfhlæjandi: ,,Eg bið að heilsa Jóni,
og segðu honum, að eg hafi verið hjá honum eftir há-
degið í gær, þegar hann lenti í oi'ðasennunni". Og mér
fanst, sem hann hyrfi mér brosandi. Eg held áfram
vestur í bæ, en verð fyrir ýmsum töfum, meðal annars
fyrir það, að eg fer miklu fleiri króka, en þörf var á.
En þegar eg loksins kem að húsi Jóns, eru þau hjón að
koma heim, svo að hefði eg komið fáum mínútum fyr,
hefði eg ekki fundið þau heima. Við fórum inn og töluð-
um um daginn og veginn. Alt í einu man eg eftir skila-
boðunum, og segi við Jón: ,,Þú lentir heldur í orðasennu
eftir hádegið í gær“. ,,Eg í orðasennu? Hvernig veiztu
það?“ — „Það er nú sama, hvernig eg veit það, en eh
það ekki satt, að þér hafi þó að minsta kosti orðið nokk-
uð sundurorða við einhvern á þessum tíma?“ — ,,Jú,
þetta getur verið rétt, sem þú segir, en hvernig veiztu
þetta?“ — „Hann Árni kom til mín og bað að heilsa
þér, og bað mig að segja þér, að hann hefði verið hjá
þér eftir hádegið í gær, og að þú hefðir verið í orða-
sennu“.
Jón kannaðist við þetta og sagði, að þetta væri
alt satt, sem eg segði, bæði um tímann og annað.
Eg set hér með draum einn; hann hefir að vísu ekki
mikið sannanagildi, en af því að eg er kunnugri þess-
um hlutum en nokkur annar, hefir hann talsvert gildi
fyrir mig, því að hann sannar það, sem eg vissi áður.
17. maí 1932 dreymdi frú Ingibjörgu ísaksdóttur
draum, sem hún hefir leyft mér að birta hér.
Hún er stödd á Laugaveg 37. Eg og kona mín erum
þar líka, og við erum öll að fara af stað. Árni er þar
hjá okkur og er að fara í frakkann, eins og hann sé að
fara líka. Hún man, að hann er dáinn, en henni finst
þó ekkert undarlegt, að hann sé þarna með okkur. Alt