Morgunn - 01.12.1933, Page 74
200
M0E6UNN
og finst eg aldrei geta flýtt mér nógu mikið. Þegar eg-
er klæddur, hleyp eg af stað og niður Vesturgötu. Eg
átti heima á Kaplaskjólsvegi 29. Þegar eg kem niður hjá
bryggjuhúsi Duusverzlunar, verður mér gengið fram í
það. Nokkuð var dimt; samt fanst mér eg sjá eins og
druslu í sjónum við bryggjuna. Eg kalla og spyr, hvort
nokkur sé þarna, en fæ ekkert svar. Eg gríp ár úr bát
við bryggjuna, og kem við þetta og heyri þá hljóð. Eg
dreg þetta þá í flýti að bryggjunni og fram með henni,
þar til eg get tekið þetta upp á bryggjuna. Þá sé eg, að
þetta er kvenmaður og komin að því að drukna. Eg drasla
henni upp á bryggjuna, og kalla á mann, sem var ná-
lægd, að hjálpa mér. Kvenmaðurinn hrestist furðu fljótt,
svo að hún gat gengið, og fylgdum við henni þá þangað
sem hún óskaði. En áhugi minn fyrir því að fara á fund,
var nú með öllu horfinn. Það var sem hann hefði rokið
út í veður og vind um leið og eg bjargaði stúlkunni.
Keflavíkur-fiskurinn.
Eg var verkstjóri í fiskhúsi hjá H. P. Duus, er þetta
gerðist. Það stóð sem hæst að taka á móti saltfiski, bæði
af skútum og úr ýmsum stöðum. Alt varð að vera í röð
og reglu. Hver hlutur úr skipi og úr þessum eða hinum
staðnum varð að vera út af fyrir sig, og urðum við að
vita deili á því öllu, sem unnum í geymsluhúsunum. Með-
al annars, sem komið hafði, var fisk-,,partí“ úr Kefla-
vík, og var það látið á einn stað. Rétt á eftir veiktist eg
snögglega og það svo mikið, að eg lá með óráði. Eg hafði
rausað mikið og þar á meðal var það, að einn dag fer
eg að tala um Keflavíkurfiskinn, að nú séu þeir að fæi'a
hann til og setja hann saman við annan fisk. Ákafinn
út af þessu er svo mikill, að vandkvæði eru á því að halda
mér í rúminu; eg hamast út af þessu og ætla að rjúka
upp til þess að skamma mennina, sem gera þetta, og
láta þá leiðrétta þessa vitleysu. Þetta var auðvitað alt
skoðað sem hið mesta óráð, tómt óráðsnxgl.