Morgunn - 01.12.1933, Síða 78
204
M 0 K G U N N
að fá að vita þetta og iðraðist eg þá ekki eftir að hafa lát-
ið að vilja mannsins, því að með því hafði eg unnið vel-
vilja beggja aðilja í þessu máli.
Nokkru síðar vorum við öll stödd heima hjá okkúr
— Berg. 3. Allt í einu kemur Bjarni og stendur hjá frú
Ingibj. Rétt á eftir kemur hann með hest, en það er ein-
hver sú ljótasta sjón, sem eg hefi séð. Hesturinn var dökk-
ur að lit, allur eins og storkinn utan og næstum kleprótt-
ur. Hann stóð og hengdi niður hausinn. Allur var hestur-
inn í keng og var sem herðakamburinn væri genginn
niður á milli bóganna. Afturfæturna hafði hann dregið
svo undir sig, að varla var hægt að sjá, að hann hefði lend,
og lærhnúturnar stóðu upp í loftið. Mig hálfhrylti við að
sjá þetta, en eg fann að B. J. ætlaðist til þess að eg segði
frú I. í. frá þessu. Eg lýsti þá hestinum svo sem eg gat
bezt, og um leið var hann horfinn. Frú I. kannaðist undir
eins við þetta og segir af því eftirfarandi sögu:
Eitt sinn, er þau hjón voru á austurleið í bíl, hitta þau
B. J. og er hann þá ríðandi á þessum hesti. Hesturinn var
bráðfrískur og hleypir þá kapp í B. að verða eins fljót-
ur og þau í bílnum, og hepnaðist honum það. Daginn eft-
ir — sem var sunnudagur, — voru þau í Álfhólum. Þaðan
ætlaði margt af heimilisfólkinu í útreið, en þá vantar einn
manninn hest, svo að B. segir að hann megi fá þenna hest.
Frú I. hafði áður um morguninn gengið út fyrir túnið
og séð hestinn standa þar, og segir B. að varla láni hann
þenna hest til útreiðar í dag. Þau fara svo út fyrir túnið
og þá stendur hesturinn þar, og segir frú I. að lýsingin á
honum sé alveg nákvæm við það, sem útlit hans hafi ver-
ið, er hann stóð þarna, svona útleikinn eftir hlaupin, dag-
inn áður.
Eg tel víst, að B. hafi orðið þetta minnisstætt, og því
hafi hann valið þetta til þess að sanna sig með, enda finst
mér sönnunin vera ákaflega góð, því mér finst að mér
hefði aldrei getað hugkvæmst að lýsa hesti eins og þess-
um, ef eg hefði ekki séð hann eins og ljóslifandi fyrir mér.