Morgunn - 01.12.1933, Blaðsíða 84
210
MORGUNN
megi ekki fara úr bílnum við Hreðavatn, þó að íkveikjan
komi ekki fram fyrr en þau eru komin þarna að Hvammi.
Lilja Kristjánsdóttir sagði, að hún hefði fundið til líkra
áhrifa og Jón, en ekki voru þau eins ákveðin. Eg er ekki
í minsta vafa um, að Árni Jónsson hefir verið þarna á.
bak við og auðvitað aðrir líka. Hann hefir áður fengið að
vita eitthvað um þetta og nú séð að þetta, sem hann áður
hafði séð óljóst, var að koma, og nú reið á að geta haft
svo sterk áhrif á Jón að hann færi ekki augnablik frá
bílnum. Mér finst ekki undarlegt, þó að Árna væri ant
um þenna bíl Jóns, því að mér er kunnugt um það, að
hann hafði í þessum sama bíl notið margra góðra ánægju-
stunda með vini sínum J. M. og fleirum, sem farið höfðu
margar skemtiferðir í bílnum.
Oddur gamli.
Oddur Sigurðsson var faðir Jóns bónda á Álftanesi
á Mýrum. Jón var fyrri maður Mörtu Níelsdóttur. Er
hennar nokkuð getið í erindi mínu í IV. árg. Morguns.
Oddur á Álftanesi, eins og hann var oftast kallað-
ur, var svolítið einkennilegur í máli vegna riðu, sem á
honum var síðustu árin. Eg man ekki eftir að eg sæi
hann nema einu sinni, þá lítill drengur.
Hann kom í mörg ár í sambandið hjá okkur, og
var ætíð kátur og skemtilegur. Hann var oft að tala um
að hann væri að bíða eftir Höllu sinni, en það var kona
hans, orðin fjörgömul; en altaf sagði hann, að hann yrði
víst að bíða nokkuð enn.
Svo var það sumarið 1924 að eg fór upp í Borgar-
nes, og hafði þá fund hjá vinafólki mínu, og meðal þeirra.
sem í sambandið komu, var Oddur gamli. Hann segir,.
eftir að hann hefir talað nokkuð við fundarmenn, sem
annars höfðu verið nákunnugir honum ,,Nú er Halla mín
að koma; það er örstutt þangað til eg fæ hana“. Um haust-
ið dó Halla kona hans. Eftir það bregður svo við, að
hann kemur ekki í samband hjá okkur, þar til snemma í
apríl árið 1927. Þá kemur hann alt í einu og er nú mjög