Morgunn - 01.12.1933, Síða 86
212
MORGUNN
Það virðist ekki leika vafi á, að þarna hafi Bjarni
vitað, hvað bróður sínum leið, og jafnvel séð afleiðing-
arnar af þessu lengra fram í tímann, en nokkur annar
hjá okkur hefði getað.
Öðru sinni var það, er Jón bróðir Bjarna var á togara
úti í sjó, að hann sagðist hafa verið hjá honum, og hefði
honum, þ. e. Jóni, verið ilt í hendi. Litlu seinna kom Jón
í land og var þá með mjög slæmt handarmein.
Á fundi á sama stað var það eitt sinn, að Steindór
er að lýsa gamalli konu, sem stæði bak við stól stúlku,
sem var á fundinum. Hann lýsir fyrst útliti, vexti og ýmsu,
en stúlkan og systir hennar, sem líka var þarna, kannaðist
ekki við hana. Hann talar um, að það hafi verið margir
fuglar í kringum hana, en þær eru ekki vissar um, hver
það er. Loks komast þær að þeirri niðurstöðu, út af fugl-
unum, að ef þær geti kannast við hana, þá sé um tvær
konur að ræða. Þá hrópar Steindór alt í einu: ,,Nei, þetta
var þó skrítið! Hún, þ. e. gamla konan, tekur nokkuð af
nafni stúlkunnar og setur á sig, og það er alt nafnið á
gömlu konunni“. Stúlkan heitir María, svo að það sýnd-
ist nú ekki gott að taka nokkuð af því nafni, og að það
yrði fult nafn. En þá segir systir Maríu : „Nú skil eg þetta,
nú veit eg hver konan er“. Og bætir svo við: „Vitið þið
að María heitir líka Kristín?“ Enginn af öðrum fundar-
mönnum hafði hugmynd um það. Þetta varð til að leysa
gátuna. Kona þessi hafði búið í Breiðafjarðareyjum, og
þar er, eins og allir vita, ekki laust við að sjáist fugl.
En hvernig Steindór fer að sjá, að gamla konan
tekur nokkuð af nafninu, það finst mér dálítið torskilið.
Er nafnið hluti af manninum, eins og t. d. Eskimóarnir
á Grænlandi halda fram? Og hefir það einhverja lögun
eða mynd, svo að hægt sé að taka það í sundur? Hugs-
ast getur auðvitað, að hann sjái bæði nöfnin letruð, en
að hann geti ekki lesið þau, skoði þetta því sem hlut,
sjái konuna taka nöfnin í sundur og setja annan hlutann
á sig, og þá hrópar hann þetta, svo sem áður er sagt.