Morgunn - 01.12.1933, Page 98
224
M 0 II G U N N
„Vegurinn milli himins og
jarðar“.
Svo heitir bók, sem danski miðillinn nafnkunni hr.
Einer Nielsen, hefir gefið út á þessu ári. Þetta er æfisaga
útgefandans að því er að sálrænum efnum lýtur. Og sál-
ræna hliðin hefir verið merkasta hliðin á lífi hans. Þessi
bók stendur fyllilega jafnfætis þeim bókum, sem ágætir
miðlar á Englandi hafa gefið út um reynslu sjálfra sín, og
í raun og veru hefir hr. Nielsen frá meiru að skýra en allur
þorri starsbræðra hans. En á Englandi er um auðugastan
garð að gresja í sálrænum efnum. Með góðri samvizku
má mæla með þessari bók við alla menn, sem dönsku
skilja og áhuga hafa á rannsókn dularfullra fyrirbrigða.
Ritstjóri Morguns hefir ritað formála fyrir þessari bók.
Hér fara á eftir tveir kaflar úr þeim formála:
»Það er mér blátt áfram óskiljanlegt, að nokkur ó-
hlutdrægur maður geti gengið með lítilsvirðingu fram hjá
þeim vitnisburðum, sem lagðir eru friim í þessari bók.
Margir þeirra, sem bera vitni um áreiðanleik fyrirbrigðanna,
hafa haft svo gott tækifæri til að athuga þau, að annað-
hvort hljóta þeir að vera vísvitandi lygarar, með óskiljan-
legri löngun til þess að gera gabb að meðbræðrum sínum,
eða að gáfur þeirra hljóta að vera langt fyrir neðan það
sem alment gerist, ef þeir hafa Iátið leika á sig. Meðal
þessara vitna eru margir mentaðir menn og nokkrir ágæt-
ir vísindamenn. Ekki virðist minsta ástæða til að efast um
að öll vitnin séu heiðarlegir menn.
Auðvitað væri nokkuð öðru máli að gegna, ef fyrir-
brigðin hjá hr. Nielsen væru eitthvað einstætt í veröldinni.
Þá væri að sjálfsögðu meiri ástæða til að efast. En frægir
vísindamenn hafa gengið úr skugga um samskonar fyrirbrigði