Morgunn - 01.12.1933, Side 105
M 0 R G U N N
231
Eilíf útskúfun.
Eftir síra Kristinn Daníelsson.
Eg var á hvítasunnunni að lesa í ræðum Haralds
Níelssonar „Árin og eilífðin“, og urðu þar fyrir mér
þessi orð: „Vér erum nú losnaðir úr þeim fjötrum, sem
trúin á eilífa útskúfun lagði hugi manna í. Nú vitum vér
fyrir opinberun sannleiksandans, að gæzka guðs er söm
um alla eilífð og að hjálp hans verða engin takmörk
sett“.
Um sama leyti hafði mér borizt blað af ,,Bjarma“,
sem í var prentuð ræða eftir ungan guðfræðing, V. Skag-
fjörð að nafni. Fyrirsögnin á ræðunni er: „Myrkrið fyrir
utan“, og heldur höf. þar eindregið fram kenningunni um
eilífa útskúfun. Eg hugsaði, að Har. Níelsson hefði rétt
fyrir sér, og að þessi óheyrilega kenning væri orðin því
sem næst — ef ekki alveg — aldauða, í íslenzku kirkj-
unni að minsta kosti, og sennilega víðar. Eg hef hátt
upp í 20 ár meira og minna að staðaldri hlýtt á alla
presta, sem prédikað hafa hér í Reykjavík og eg minnist
ekki að hafa eitt einasta sinni heyrt þá ympra á þessari
kenningu Bjarma, sem nú er eina vikublaðið, sem vill
efla trú og guðrækni í landinu. Eg hefi keypt það og lesið
eg held frá upphafi, og eg man ekki til, að það hafi í
mörg, mörg ár fundið hjá sér köllun til að halda þessari
kenningu á lofti, svo að eg hélt að hún ætti þar engan
stuðning.
En nú kemur þessi ungi guðfræðingur og kveður
sér hraustlega hljóðs, vill láta eftir sér taka og knésetja
áreiðanlega marga ef ekki flesta hina eldri presta.
Hann segir: „Það eru til ótal rök fyrir því, að út-
skúfunarkenningin sé röng“ . . . . t. d. þessar röksemdir:
Það er ósamrýmanlegt kærleika guðs, að hann láti nokk-