Morgunn


Morgunn - 01.12.1953, Side 46

Morgunn - 01.12.1953, Side 46
Kambansleikhús ★ Undirritaðan dreymdi nýlega draum, er menn hafa beðið um að birtur yrði á prenti. Hann var á þessa leið: Ég var staddur í tiginmannlegu fundarherbergi með eikarveggjum og eikarhúsgögnum, líkt og stundum er í brezkum klúbbum. Við fundarborð í miðju her- berginu sátu á að gizka 6 menn, en við enda borðs- ins var upphækkað púlt, og þar sat fundarstjórinn. Ég stóð annars vegar við borðið og var svo þungt í skapi, að ég vildi ekki setj- ast. Ég var sammála fund- armönnum, sem voru allir einhuga og ákveðnir í máli því, er til meðferðar var, en fundarefnið var að sjá um að flytja lík Guðmund- ar Kambans heim til Is- lands, og var fundurinn haldinn hér í Reykjavík og fundarmenn einhverjir hátt settir Islendingar, eink- um fundarstjórinn, sem ég man þó ekki hver var. Allir voru á einu máli um að Guðmundur Kamban skyldi flutt- ur heim og að samtök skyldu mynduð til þess og til að heiðra minningu hans og verk. Það var sorgþrunginn hiti í mönnum. Islenzkur útlagi og hugsjónamaður hafði verið myrtur erlendis, og vér Islendingar hirtum ekki um hann Guömundur Kamban.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.