Morgunn - 01.12.1953, Page 46
Kambansleikhús
★
Undirritaðan dreymdi nýlega draum, er menn hafa
beðið um að birtur yrði á prenti. Hann var á þessa leið:
Ég var staddur í tiginmannlegu fundarherbergi með
eikarveggjum og eikarhúsgögnum, líkt og stundum er í
brezkum klúbbum. Við
fundarborð í miðju her-
berginu sátu á að gizka 6
menn, en við enda borðs-
ins var upphækkað púlt,
og þar sat fundarstjórinn.
Ég stóð annars vegar við
borðið og var svo þungt í
skapi, að ég vildi ekki setj-
ast. Ég var sammála fund-
armönnum, sem voru allir
einhuga og ákveðnir í máli
því, er til meðferðar var,
en fundarefnið var að sjá
um að flytja lík Guðmund-
ar Kambans heim til Is-
lands, og var fundurinn
haldinn hér í Reykjavík
og fundarmenn einhverjir hátt settir Islendingar, eink-
um fundarstjórinn, sem ég man þó ekki hver var. Allir
voru á einu máli um að Guðmundur Kamban skyldi flutt-
ur heim og að samtök skyldu mynduð til þess og til að
heiðra minningu hans og verk. Það var sorgþrunginn hiti
í mönnum. Islenzkur útlagi og hugsjónamaður hafði verið
myrtur erlendis, og vér Islendingar hirtum ekki um hann
Guömundur Kamban.