Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 8

Morgunn - 01.06.1949, Page 8
2 ’ MORGUNN lengur, var hinu eiginlega verkefni þess félags lokið, og það var lagt niður. Þá var um nokkurra ára skeið enginn fastur félags- skapur um málið, en að útbreiðslu þess unnu þeir mikið frumherjarnir tveir, Einar H. Kvaran og prófessor Har- aldur Níelsson. En jafnhliða því, sem málinu jókst fylgi. fóru að heyrast um það fleiri raddir, að nauðsyn bæri til þess, að menn byndust samtökum um að vinna að frekari framgangi þess. Og þar kom, að tíminn var fullnaður og félagið stofnað. Það var fáum dögum fyrir jól, 19. des. 1918, að fjöl- menni var komið saman í Iðnó til þess að stofna félagið, sem hlaut nafnið Sálarrannsóknafélag Islands. Leitað hafði verið nokkuð um undirtektir, og áður en fundurinn var lialdinn hafði hátt á annað hundrað manns óskað að taka þátt í slíkri félagsstofnun, og stofnfundinn sótti mikill fjöldi annarra, sem óskuðu að taka þátt í félags stofnuninni. Einar H. Kvaran setti fundinn og bauð menn velkomna, en fundarstjóri var kosinn Ólafur heitinn Björnsson, rit- stjóri, og fundarritari Sigurður Ó. Lárusson, sem nú er prestur í Stykkishólmi. Þá gaf fundarstjóri orðið Einari H. Kvaran, sem flutti snjallt erindi, er prentað var í jóla- blaði Morgunblaðsins fáum dögum síðar. 1 erindinu lýsti hann því, hvert markmiðið væri með því að kalla saman þennan fund og markmiði félagsins, sem hér ætti að stofna, ef mönnum sýndist svo. Framsögumaðurinn ræddi í stuttu en ljósu máli ástandið í andlegum málum þjóðarinnar, og benti á, hver þörf væri fyrir þessa félagsstofnun. Hann gat þess, að hann og skoðanabræður hans hefðu alllengi haft hug á að stofna slíkt félag, en þá hefði brostið áræði til þess. Næstu vik- urnar áður hafði spánska veikin geysað um bæinn, sorgin var mikil, sárin eftir hina miklu drepsótt voru mikil og og mörg. Að þessu víkur fyrirlesarinn í inngangserindi sínu og segir á þessa leið:

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.