Morgunn - 01.06.1949, Side 9
MORGUNN
3
..... nú hafa þeir atburðir gerzt með oss, sem hafa
knúið mig áfram. Engill dauðans hefir farið um þennan
l3*. og er nú á ferðinni um þetta land. Margir hafa lent
1 Þungum hörmungum. Og þyngsta hörmungin hefir verið
sú, að sjá á eftir ástvinum sínum yfir á landið, sem allur
borri manna veit svo undur lítið eða ekkert um, og það
^eð þeirri meðvitund, að eiga aldrei að verða þeirra var
framar í þessum heimi.
Margir hafa reynt að létta þessar hörmungar með fé-
§3öfum, sumir af frábærum drengskap og höfðingslund.
sumir okkar hafa orðið að segja með postulunum:
»Silfur og gull á ég ekki,“ — og haga sér eftir þvi. Og
skýtur eðlilega upp þeirri hugsun, hvort ekkert sé það
til í eigu manns, sem geti komið sér vel fyrir harmþrungn-
ar sálir.
Sumum oltkar hefir verið gefin gjöf, sem við teljum
^ýí'mætari miklum auði. Það er sú sannfæring, sem ætlazt
°r til að þetta félag vinni fyrir. Það er vissan um ósýni-
^gan heim og framhaldslíf okkar, þegar þessu jarðneska
lifi er lokið. Mér finnst það lýsa gegndarlausu vanþakk-
lícfi við þann, sem hefir gefið okkur gjöfina, ef við reyn-
Urn ekki að miðla af henni nú, ef við önzum ekki, þegar
Sv° margar felmtraðar og sundurtættar sálir hrópa á hjálp
°g huggun.
• •. Við stöndum með óendanlega dýrmætan sannleik í
^óndunum, dýrmætari en nokkurn fána, sem blaktað hefir
yfir nokkuru jarðnesku, fullvalda ríki. Drottinn hefir trú-
að okkur fyrir því, að bera hann áfram til sigurs. Ég vona,
að við gerum það.“
■f erindinu tekur Einar H. Kvaran fram, að félagið ætli
að starfa að grundvelli þeirrar sannfæringar, að sannanir
^rir lífi eftir líkamsdauðann séu þegar fengnar, og að
ó^rkmiðið. sé, að breiða þennan sannleika út meðal þjóð-
Hrinnar, þótt ekki sé þetta bindandi fyrir einstaklingana,
s®m í félagið g£mgi. Þangað verði allir velkomnir, hverja
koðun, sem þeir kunni að hafa.