Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 11

Morgunn - 01.06.1949, Page 11
MORGUNN 5 hiálefni þjóðinni, herja á hleypidómana og eyða þekking- aUeysinu. Meðan andstaðan var sterkust og þekkingar- leysið mest, höfðu þeir orðið að fórna miklu fyrir málið, svo miklu, að oss þætti ótrúlegt nú. Það var því enginn Srnásigur fyrir þá, að unnt var að stofna þetta félag með Jafn miklum myndarskap og gert var. En hvað er nú orðið okkar starf í þrjátíu ár? Ég skal til fróðleiks skýra hina ytri umgerð félagsins. Fræðslufundi er búið að halda 250, þar sem oft hafa ver- flutt löng, ítarleg fræðsluerindi um málið, og má telja aðalerindin, sem flutt hafa verið, 260. Eins og geta má nærri, hefir í þetta starf verið lögð Seysi mikil vinna, og hefir þetta fræðslustarf verið höfuð- verkefni félagsins. Það var stofnað á þeim forsendum, að sannanir væru fengnar fyrir tilveru andlegs heims og lífi eaannssálarinnar eftir líkamsdauðann, og til þess var það stofnað, að flytja þjóðinni þennan sannleik, þ. e. a. s. þeim, sem vildu gefa þessum sannleika gaum. Hversu margra náðst hefir til með þessa fræðslustarfsemi, er vitanlega ekki unnt að segja nákvæmlega, en þeir eru orðnir margir. ^ ýmsu hefir oltið með félagatöluna, en félagar eru miklu fleiri nú en þeir hafa nokkuru sinni verið áður, enda eru keir nú um sjö hundruð. Félagsböndin hafa jafnan verið hokkuð laus, fyrirhafnarlítið að gerast félagi, og fram að fressu sama og fyrirhafnarlaust að hætta að vera félagi. Éeysimikill fjöldi fólks hefir verið í félaginu um lengri eða skemmri tíma, svo að á liðnum árum eru margar ^úsundir manna búnir að vera í félaginu, langan eða skamman tíma, og sækja þangað fræðslu. Að hve miklu leVti sú fræðsla hefir orðið til þess að móta lífsskoðun Þessara þúsunda, er ekki unnt að segja, en ekki orkar það tvímælis, að félagið hefir haft mjög mikil áhrif á andlegt lif með þjóðinni, og vér gerum oss vonir um, að auk þess Serh það hefir kynnt mönnum sálarrannsóknamálið og sPiritismann, hafi það lagt fram sinn skerf til þess að auka fhjálslyndið í andlegum málum þjóðarinnar, eins og Ein-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.