Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 20

Morgunn - 01.06.1949, Page 20
Prófessor Haraldur Níelsson. Eftir séra Svein Víking. Mér er sérstaklega ljúft að verða við þeim tilmælum forseta félagsins að segja hér nokkur orð, er við í kvöld minnumst þess, að 80 ár eru liðin frá fæðingu pró- fessors Haralds Níelssonar, þess manns, sem félagið og það málefni, sem það hefir á stefnuskrá sinni á alveg sérstaklega margt og mikið að þakka og minnast. Sá skerfur, sem prófessor Haraldur lagði til þeirra mála, var ekki aðeins mikill og mikilsverður, heldur sannur og heill. Hann lagði yfirleitt aldrei fram hálfan skerf að neinu þvi máli, er sannfæring hans og samvizka sagði honum að væri gott mál og rétt. Prófessor Haraldur Níelsson kvaddi þetta jarðlíf fyrir 20 árum síðan, þá í raun og veru á bezta þroskaskeiði lífsins, kvaddi það vissulega allt of ungur — allt of fljótt. Allri þjóðinni var andlát hans harmafregn, svo djúp ítök og víðfeðm átti hann með þjóðinni. Og svo tilfinnanlegur sviptir varð guðfræðideild Háskólans að burtför hans, að hún hefir aldrei náð að bera sitt barr síðan. Sæti hans þar, verður, því miður seint skipað, svo verðugt sé, og er ég þó engan veginn með þeim orðum að varpa rýrð á þá ágætu menn, sem þar starfa nú. En sæti afburðamannsins með fámennri þjóð verður ekki fyllt í skjótri svipan, varla einu sinni á öld. En hér skal eigi dvalið frekar við það, sem er saknað- arefni í sambandi við burtför próf. Haraldar — saknaðar- efni þjóðarinnar, vina hans og nánustu ættmenna. Vér verðum að sætta oss við það, sem orðið er og ekki verðui’

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.