Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Side 22

Morgunn - 01.06.1949, Side 22
16 MORGUNN hann allur, brennandi í andanum, gneistandi af áhuga og krafti. Ef til vill var það einmitt fyrir þetta, sem ég dáði hann mest. Ég veit ekki, hvort ég á að segja það, en það er satt, að ég kýs þúsund sinnum heldur að sjá á bak hon- um sextugum eins og hann var, heldur en hitt, að við hefðum nú átt þess kost að halda honum áttræðum heið- urssamsæti, af því að hann hefði heldur valið það hlut- skiptið, að hlífa sér í sannleiksbaráttunni og sannleiks- leitinni, sparað hin sterku tökin og þá andlegu áreynslu, þá hörðu og drengilegu baráttu, er hann sleytulaust háði, til þess að bera sannleikanum vitni. Því það er ekki aðal- atriðið, hvort vér dveljum nokkrum árunum lengur eða skemur í líkamshjúpnum. Hitt er mest um vert, að ge£a ekki Ijósið í sjálfum sér að myrkri. Ljós H. N. lýsti eigi aðeins samtið hans. Það logar enn. Og það mun halda áfram að lýsa langt fram í komandi tíma. Það varpaði birtu sinni eigi aðeins yfir örðug viðfangsefni og torráðnar gátur bæði lífs og dauða. Það varpaði birtu og yl inn i hjörtu þúsundanna. Fyrir það viljum vér þakka. Og fyrir það mun þjóðin þakka, eigi aðeins nú, heldur einnig a komandi tímum. Gáfur H. N. voru óvenjulega miklar og fjölþættar. Lærdómur og þekking hans frábær á þeim fræðum, sem hann einkum lagði stund á. En þekking hans var ekki köld eða dauð, vizka hans ekki sú vonarsnauða vizka, sem veldur köldu svari. Hann gaf þekkingu sinni líf af sínu lífi, eld af sínum eldi, ljós af sínu Ijósi. Af gnótt og snilli mælsku sinnar gaf hann henni vængi. Þess vegna hlustuðu menn á prófessor Harald ekki fyrst og fremst með eyrunum, heldur með hjartanu. Þar greiptust orð hans, eða réttara sagt, þar gróðursettust þau og báru ávöxt. Það hjarta, sem ekki hreifst með af eldmóði hans og skýrum rökum, var ekki aðeins lokað og kalt, heldur úr steini, og það meira að segja úr skrítnum steini, sem hafði þá ónáttúru, að geta ekki einu sinni bergmálað. Það væri sannarlega ánægjulegt og skylt, að mega her

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.