Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 27

Morgunn - 01.06.1949, Page 27
MORGUNN 21 þröngum hring fárra útvaldra vina fékk hann fjölmargar andaorðsendingar og var sjálfur miðillinn. Mikið af þess- um andaorðsendingum lét hann birta í tveim bindum af ritinu Spiritualism, sem seldist geyslega mikið. Dóttir hans, Laura Edmonds, gerðist einnig merkilegur miðill. Þótt hún kynni ekkert annað tungumál en ensku, nema örlítið í frakknesku, var talað af vörum hennar í transinum á 9 eða 10 tungumálum, og það af eins mikilli leikni og innfæddir menn væru að tala eigið tungumál sitt. Sannanlega var talað af vörum hennar meðan hún var í transsvefni, á þessum tungum: spönsku, frakknesku, grísku, ítölsku, portúgölsku, latínu, ungversku og indversk- um mállýskum. Edmonds og aðrir héldu nákvæmar skýrsl- ur um þessi fyrirbrigði ungfrúarinnar. Gagnvart þessum fyrirbrigðum spurði hann sjálfan sig af djúpri vísindalegri alvöru, hvort ekki væri einhver leið til að skýra þau sem verkanir frá hugum jarðneskra manna. Eftir að hafa athugað það mál frá öllum hugsan- legum hliðum, komst hann að þeirri niðurstöðu, að ógern- ingur væri að skýra fyrirbrigðin út frá slíkum forsendum, og þá niðurstöðu sína skýrir hann m. a. með þessum orð- um: ,,.... (í miðilssambandinu) hefir verið sagt frá stað- reyndum, sem öllum voru ókunnar, þegar frá þeim var sagt, en síðar kom í ljós að voru sannar. Eins og t. d. þetta: Meðan ég var á ferð minni um Mið-Ameríku siðast- liðinn vetur, spurðu vinir mínir heima sjö sinnum um líðan mína, við miðilstilraunir. Þeim var svarað íöllskiptin, og þegar ég kom heim, voru svörin borin saman við dag- bókina, sem ég hafði haldið á ferðalaginu, og reyndust þau í öllum tilfellum hafa verið rétt. Þannig var það einnig, að meðan ég var nýlega á ferð til Vesturríkjanna, fékk miðill hér heima á ákveðinni stundu vitneskju um, hvar ég væri staddur og hvemig mér liði, en á þeirri stundu var ég staddur í járnbrautarlestinni á leiðinni milli Cleveland og Toledo. Þannig hafa komið fram hjá miðlum hlutir,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.