Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 29

Morgunn - 01.06.1949, Page 29
MORGUNN 23 Draumur. sem vakti undrun mína. Þega ég var sjúklingur í sjúkrahúsinu á N-, dó þar maður úr lungnabólgu. Þessi maður var mér ókunnur, ég þekkti hann aðeins frá öðrum. Hann var á bezta aldri og lét eftir sig konu og mörg börn. Meðan hann lá bana- leguna, hafði hann mikið óráð, en þegar hann var með fullu ráði, var auðskilið að hann hafði mikla lífsþrá. Nokkru eftir jarðarförina dreymdi mig draum þann, er hér fer á eftir: Eg þykist vera úti stödd og ganga fram með lágum vegg, hlöðnum úr torfi. Víða voru dyr á veggnum og allar voru þær aftur. Allt í einu er komin til mín miðaldra kona, sem ég þekki ekki. Hún segir um leið og ég sé hana, að sér þyki gott að hitta mig, því að hér sé fangi, sem langi mikið til að tala við mig. Ég þykist svara, að ég megi helzt ekki vera að því að tala við manninn, því að ég sé að verða of sein í matinn á sjúkrahúsinu, og það megi ég ekki. Konan segir, að ég þurfi ekki langt að fara, aðeins yfir þennan þröskuld, og áður en ég veit er ég komin inn fyrir vegginn. Þar blasir við óendanlegur geimur, græn jörð og heiðblár himinn. Þar sé ég menn og dýr, hvað innan um annað, hesta, kýr og sauðfé, meira að segja dýr, sem ég hafði aldrei áður séð, nema á myndum. Þar þykist ég þekkja konu, sem dáin var fyrir nokkru. Hún hafði verið mikill dýravinur í jarðlífinu, og fannst mér að hún væri þarna eitthvað að hlynna að dýrum. Frammi við dyrnar, sem ég kom inn um, þykir mér Vera maðurinn, sem ég nefndi áður. Hann snýr sér að mér og segir gremjulega: „Það var mikið að þú komst. Ég vonaði, að þú héldir áfram að koma, en sú von brást og öll eruð þið eins.“ Ég hugsa með mér, að hann sé með óráði enn, mundi

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.