Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 31

Morgunn - 01.06.1949, Page 31
MORGUNN 25 hennar þekkt ég ekkert. Þá var mér sagt, að í æsku hefði hann verið mjög laus í ástamálum, og hefði það sums- staðar valdið nokkrum sársauka, eins og gengur. Mig hefir aldrei dreymt þennan mann síðan. En enn í dag hugsa ég með hlýleik til sálar hans og fel hann Guði í bænum mínum“. Konan, sem sendir MORGNI þennan draum, vill ekki láta nafns síns getið, en hún er þjóðkunn gáfu- og merkis- kona. Athyglisvert er, að hana dreymir drauminn óðara og hún hættir að biðja fyrir látna manninum. Bendir það ekki til þess, sem spíritisminn kennir, að nauðsyn sé, að fyrir framliðnum sé beðið? Vanrækjum vér það ekki um of? Eða ungu stúlkurnar í drauminum. Eru þær einhver dularfull mynd af sálarkvöl látna mannsins vegna léttúð- aryfirsjóna hans í æsku, og grátur þeirra einskonar berg- mál af samvizubiti hans? Sé svo, er þetta enn ein áminn- ing til vor um, að afleiðingar breytni vorrar nái langt, já, Guð einn veit hve langt fram í ókomna tíð. Gott var er- indið, sem gamla fólkið kenndi börnunum: Gakktu hægt um gleðinnar dyr, og gá að þér. —

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.