Morgunn - 01.06.1949, Blaðsíða 32
26
MORGUNN
Upton Sinclair,
hinn alkunni ameríski rithöfundur, hefir reynzt ódeigur
til að skrifa bækur, sem koma mönnum á óvart, og verja
í bókum sinum mál, sem ekki eru vinsæl af almenningi.
Það gerði hann að nokkru árið 1930, er hann gaf út bók
sína, Mental Radio. Does it Work, and How? (Hugrænt
útvarp. Starfar það, og þá, hvernig?).
Bókin fjallar um rannsóknir hans á fjarhrifum, en kona
hans, frú Mary Craig Sinclair, var miðillinn. Prófessor
William MacDougall, fyrrum forseti ameríska sálarrann-
sóknafélagsins og prófessor í sálfræði við Harvard-háskól-
ann, reit formála að ensku útgáfunni, en prófessor Ein-
stein skrifaði formála að hinni þýzku, og eru það hinar
merkilegustu ritgerðir, eins og búast má við frá slíkum
afburðamönnum.
Frú Sinclair er gædd frábærum sálrænum móttökuhæfi-
leika, og varð hún hans fyrst vör eftir andlát nokkurra
góðvina sinna. Þessi hæfileiki vaknaði með nýjum krafti,
þegar hún kynntist Pólverja einum, Jan að nafni, sem
lagði stund á yoga-iðkanir og hafði verið í Indlandi og lagt
þar stund á æfingar fakíranna. Hann dvaldi um skeið í
heimili Sinclair-hjónanna sem gestur þeirra. Upton Sin-
clair var um skeið leiður og þreyttur vegna þessarar sér-
gáfu konunnar, og síður en svo að hann kærði sig um
það, að hvort sem var í vöku eða svefni virtist hún geta
fylgt honum eftir og sagt honum, er hann kom heim,
hvar hann hefði verið og hvað hann hafði aðhafzt. Að
lokum ákvað hann samt að rannsaka málið nánara. Að-
ferð hans var sú, að hann gerði á pappírsblöð sex
teikningar af einhverju því, er kom í huga hans. Þessi
blöð voru síðan vafin saman. Frú Sinclair sat í myrkvuðu
herbergi, tók nú hvert blaðið á fætur öðru, bar það upp
að „plexus solaris" (fyrir neðan bringspalirnar) og skrifaði
síðan eða teiknaði áhrifin, sem hún varð fyrir af hverju