Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 40

Morgunn - 01.06.1949, Page 40
34 MORGUNN samlega með heimildir. Viðurkennir höfundur, að hliðstæð fyrirbrigði hafi gerzt hjá nútímamiðlum og skýrir frá sumum þeirra, enda sé ekki hægt að komast fram hjá staðfestingu hinna frægustu vísindamanna um þetta. En samtímis reynir höfundur að sannfæra lesendur sína um, að þess konar fyrirbrigði innan kaþólsku kirkjunnar séu æðri og göfugra eðlis en miðlafyrirbrigðin og að þau feli í sér sterkustu sannanirnar fyrir því, að lifandi mönnum hafi verið lyft frá jörðu eða gólfi. Jafnframt því, sem Carrington viðurkennir að slík fyrirbrigði hafi gerzt í kaþólsku kirkjunni í sambandi við ýmsa af hinum svonefndu helgu mönnum, kveðst hann neita þeirri staðhæfingu Leroy’s með öllu, að kaþólska kirkjan eigi sterkari sannanir fyrir veruleik þessara fyr- irbrigða en sálarrannsóknir nútímans. Þessi fyrirbrigði hjá nútímamiðlum eru nýrri, betur vottfest og vandlegai’ sönnuð og staðfest af vísindamönnum vísindalegra sinn- aðrar kynslóðar, en fyrirbrigði kirkjunnar hafi gerzt á þeim öldum, er trúarlífið var öfgakenndara og hjátrúin ríkari. Óþarft er að greina hér frá mörgum dæmum, en í þessu sambandi minnir Carrington á hina ýtarlegu greinargerð próf. Richet. (Richet, Thirty Years of Psychi- cal Research). Og nú læt ég Carrington hafa orðið: „Ég tel þó rétt að skýra hér frá einu atriði, sem virðist hafa farið fram hja flestum þeirra, er um þessi mál hafa ritað, þó að fyrir- brigði það, er hér getur, sé flestum öðrum athyglisverðara. Á fundi enska Sálarrannsóknafélagsins 26. okt. 1894, flutti Sir Oliver Lodge erindi um fyrirbrigði þessarar teg- undar, er gerzt höfðu hjá Eusapiu Palladino að sér við- stöddum, auk þeirra Richet, Myers og Oohorowicks. Að loknu erindi Sir Oliver Lodge sagði Sir William Crookes frá þessu fyrirbrigði, er hefði gerzt að sér viðstöddum hjá hinum heimskunna miðli D. D. Home. Fórust honum orð á þessa leið: „Fullkomnustu lyftingafyrirbrigðin, sem ég átti kost a

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.