Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Qupperneq 43

Morgunn - 01.06.1949, Qupperneq 43
MORGUNN 37 orka (sem hrindir frá sér) er framleidd í málmplötu þeirri, er málmkúlan hvílir á. Málmplatan ýtir nú kúlunni á brott, svo að hún lyftist upp frá henni og svífur í loft- inu í nokkurri fjarlægð fyrir ofan plötuna, er hún hvíldi áður á. Þetta er einföld eðlisfræðileg tilraun, sem oft hefir verið framkvæmd. Vitanlega kemur mér ekki eitt augna- blik til hugar, að halda neinu slíku fram sem því, að hægt sé að tala um lyftingu málmkúlunnar sem beina hliðstæðu lyftingafyrirbrigðanna. Mannslíkaminn er ekki úr málmi gerður, og vér þekkjum enga tegund rafmagns- eða segul- orku, er líkleg væri til að verka á mannslíkamann með sama hætti og segulorkutegund sú, er lyfti málmkúlunni. En ekki er þó óhugsandi, að fyrirbrigðið með málmkúluna kunni að reynast óbein hliðstæða lyftingafyrirbrigðanna, er máske kann að geyma í sér lykil að leyndardómum Vér skulum láta hugleiðingar um afstæðiskenninguna liggja á milli hluta að sinni og gera ráð fyrir, að þyngd eins eða annars hlutar orsakist af raunverulegu aðdráttar- afli eins og Newton hélt fram. Þetta afl er stöðugt og óbreytanlegt, og lögmál þau, er það lýtur, eru fyllilega kunn. Sé þetta svo, sýnist aðeins vera um tvær aðferðir eða leiðir að ræða, sem unnt væri að nota til að gera aðdráttaraflið óvirkt eða upphefja það: 1. Einhvers konar hlíf mætti hugsa sér, sem komið væri fyrir milli jarðarinnar (gólfsins) og líkama mannsins og útiloka verkanir aðdráttaraflsins á líkamann með þessum hætti. 2. Einhvers konar frákastsorka eða afl hlýtur að vera framleitt í líkamanum sjálfum, þess eðlis, að þetta upphefji aðdráttaraflið með eitthvað svipuðum hætti og Ijósöldur geta eyðilagt hverja aðra, og með þeim hætti valdið myrkri. Það er varla nauðsynlegt að taka það fram, að þessi hugsaða orka getur hvorki verið rafmagns- eða segulorka, heldur einhver orku- tegund, sem nútímavísindin kunna engin skil á, og því yfirvenjulegs eðlis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.