Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 44

Morgunn - 01.06.1949, Page 44
38 MORGUNN Um fyrri tilgátuskýringuna skal þetta tekið fram: Vís- indin þekkja ekki neitt efni, búið eiginleikum til einangr- unar aðdráttaraflinu með svipuðum hætti og t. d. gler leiðir Ijós en einangrar rafmagn, eða þá járn, sem leiðir rafmagn en einangrar Ijós. Ekkert efni er kunnugt, er gætt sé eiginleikum til einangrunar aðdráttaraflinu eða geri það óvirkt. Og ennfremur hefir ekki verið um neina slíka hlíf að ræða, er lyftingafyrirbrigðin gerðust t. d. hjá D. D. Home. Líkama hans var lyft frá gólfi og haldið í lausu lofti um stund. Vér verðum því að hafna þessari skýringartilgátu sem ónothæfri með öllu, og snúa oss að hinni síðargreindu, sem þeirri einu hugsanlegu og í betra samræmi við hina gömlu skýringu Newton’s á þyngdar- lögmálinu. Samkvæmt þessari skýringartilgátu er einhver sjálf- vakin orka mynduð i líkama miðilsins, gædd eiginleikum til að einangra aðdráttarorku þyngdarlögmálsins, gera hana óvirka, og með þeim hætti upphefja þyngd líkama. Um eðli og eiginleika slíkrar orku höfum við ekki minnstu hugmynd. Hún verður að teljast yfirvenjuleg, óþekkt eða leyndardómsfull í veru sinni. En — ef slík orka er til, þá er það ein af skyldum sálarrannsóknamanna framtíð- arinnar að einangra hana og rannsaka. Án þess að fara lengra út í fræðilegar bollaleggingar um þetta, skulum vér þó athuga um sinn eitt eða tvö atriði, sem gera má ráð fyrir, að snerti viðfangsefni vort. Mörgum er áreiðanlega vel kunnugt, að indversku fakír- arnir og yogarnir staðhæfa, að þeim sé unnt að fram- kvæma lyftingafyrirbrigði með því að hagnýta sér sér- stakar öndunaræfingar, er auðveldi inntak (móttöku) og dreyfingu ,,prana“, en nafnyrði þetta nota þeir um eins konar lífsafl eða lífeðlisorku, sem unnt sé að teyga með þessum hætti. 1 bók minni „Higher Psychical Develop- ment“, bls. 57, get ég þessa og segi þar meðal annars. Þegar þú iðkar þessar öndunaræfingar samtímis einbeit- ingu hugsunarinnar, er sagt að þú verðir ferns var í sam-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.