Morgunn - 01.06.1949, Síða 54
Tvær merkar bækur
öllum þeim, sem áhuga hafa fyrir sælrænum efnum hér
á landi, mun kunnugt um nafn frú Guðrúnar Guðmunds-
dóttur frá Berjanesi. Hún starfaði um langt skeið sem
miðill fyrir Sálarannsóknafélag fslands og hafði þá fundi
sína flesta í heimili Kvarans-hjónanna, og auk þess hefir
MORGUNN nokkrum sinnum birt erindi, sem hún hefir
flutt á félagsfundunum um sálræna reynslu sína.
Það er ekki hægt að kynnast frú Guðrún án þess að
fá traust á henni. Auk miðilgáfunnar er hún greind kona,
athugul, varfærin með afbrigðum um það, sem hún lætur
frá sér fara um sálræna reynslu sína. Þessvegna varð
mörgum það gleðiefni, þegar bók var væntanleg frá hennar
hendi um reynslu hennar í sálrænum efnum.
Bókin TVEIR HEIMAR kom loks út í vetur og ber á
sér þann svip sannleiksástar og hófsemi í frásögn, sem
vænta mátti af frú Guðrúnu Guðmundsdóttur, enda hefur
bókinni verið fagnað víða og hún mun hafa selzt mjög
vel. Efni bókarinnar verður hér ekki rakið, enda sennilegt,
að flestir lesenda MORGUNS hafi þegar eignazt bókina
og lesið hana sjálfir.
Frá barnæsku sinni, dularreynslu æskuáranna og þjálfun
miðilshæfileikanna segir frú Guðrún látlaust en vel, og
mun athugulum lesanda finnast frá mörgu furðulegu sagt,
en við, sem þekkjum frú Guðrúnu og höfum haft tæki-
færi til að fylgjast með starfi hennar, vitum, að frá mörgu
því merkasta er ekki sagt, og það af þeim ástæðum, að
þar væri gengið of nærri einkamálum manna, því að margt