Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 56

Morgunn - 01.06.1949, Page 56
50 MORGUNN sanna framhaldslíf mannssálarinnar, hafa áður verið gefin út, og í eitt þeirra: One Hundred Cases for Survival after Death, sækir Víglundur Möller margar af sögum sínum. En annars hefur hann víða leitað, og lagt mikla vinnu í að vanda ritið sem bezt, auk þess, sem hann skrifar langan og góðan formála fyrir bókinni. Fyrirbrigðasögurnar, sem spíritistar telja að sannað hafi að látinn lifir, eru orðnar geysilega margar og geymd- ar í þúsundum bóka. Þessvegna verður vitanlega ekki fyrir það girt, að í slíku safni sem þessu, sakni menn margra sagna, sem þeir hefðu kosið að væru þar. En hvað um það. Víglundur Möller hefur unnið þetta verk af mik- illi samvizkusemi, og ekki verður annað sagt, en að hon- um hafi tekizt vel um valið. Fagnar MORGUNN því, að þetta rit er komið út, enda er það prýðileg bók fyrir þá, sem vilja kynnast þessum merkilegu málum. Nokkuð get- ur orkað tvímælis, að kaflinn um endurholdgim eigi heima í bók um sannanir fyrir framhaldslífi, og jafnvel einnig kaflinn um lækningar, en að öðru leyti eru hér sagðar sögur af svipum, reimleikum, talmiðlafundum, beinum röddum, líkamningafyrirbrigðum, andlátssýnum, ósjálf- ráðri skrift og draumum. MORGUNN er þakklátur hr. Víglundi Möller og útgef- endunum fyrir bókina, og vill eindregið hvetja menn til að kaupa hana og lesa. Bókin er stór, nærfellt 400 blað- síður í stóru broti, en auk þess sem hún er hreinasta fróð- leiksnáma um mál, sem alla varðar, er hún skemmtileg aflestrar. Flestar þessar hundrað sögur eru vel og ljóst sagðar, og vart trúi ég því, að menn grípi ekki oft til hennar, er þeir hafa kynnst henni á annað borð, grípi til hennar bæði til fróðleiks og jafnframt beinlínis til skemmti- lestrar. J. A.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.