Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Side 66

Morgunn - 01.06.1949, Side 66
Lögmál afturgöngunnar. Eftir Sir A. Conan Doyle. Það er áreiðanlegt, að um nokkrar næstu aldir munu menn leggja á það mikla stund, að rannsaka þau lögmál, sem ráða sálrænum fyrirbærum. Og þessar rannsóknir hafa það, til allrar hamingju, til sins ágætis, að það er hægt að halda áfram að reka þær hinu megin við fortjald dauðans ekki síður, nema fremur sé, en hérna megin þess. Nú þegar liggur fyrir efniviður til rannsókna fyrir hundruð rannsóknamanna. Hinar óteljandi frásagnir, sem fyrir hendi eru í ýmsum myndum, dreifðar um blöðin, tímaritin, skýrslur vísindalegra félaga, eða varðveittar munnlega í fjölskyldunum, þar sem fyrirbrigðin hafa gerzt, eru eins og málmgrýti, sem búið er að grafa upp úr jörðinni, og bíður þess, að hinn hreini málmur verði skilinn frá ónýtum þær niður, skoða þær vandlega í ljósi vaxandi sálrænnar þekkingar, og gera síðan tilraun til að finna lögmálin, sem liggja til grundvallar þessum fyrirbrigðum, svo að vér stöndum endanlega á föstum grundvelli með þetta og getum óhikað byggt á einhverjum ótvíræðum og viður- kenndum lögmálum. 1 fyrsta lagi þurfum vér nauðsynlega að hafa áreið- anleg fyrirbrigði til þess að byggja rannsóknirnar á. í öðru lagi þurfum vér að gera nákvæman samanburð á þessum áreiðanlegu fyrirbrigðum, til þess að finna hvað sameiginlegt kann að vera með þeim, ganga ekki fram hjá neinu og fylgja staðreyndunum hiklaust, hvert sem

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.