Morgunn - 01.06.1949, Page 71
MORGUNN
65
brigði virðast sýna það, að hinar ósýnilegu verur hafi
engan kraft frá sjálfum sér, en þær verða að fá hann frá
einhverju lifandi, jarðnesku fólki. Vér getum kallað þennan
kraft ,,magnetisma,“ segulkraft, eða einhverjum öðrum
nöfnum. Nú gefur það að skilja, að hvelfingin, með sínum
þykku og fullkomlega loftþéttu veggjum, hefur verið
prýðilega til þess fallin, að geyma og varðveita slíkan
kraft, þarna má skoða hvelfinguna eins og stækkaða
mynd af byrginu, sem miðlar fyrir líkamleg fyrirbrigði
nota. Ef veggir úr klæði í slíku byrgi geta haldið þessum
krafti saman, hversu miklu fremur ættu þá hinir þykku
veggir hvelfingarinnar ekki að geta það? Til þess að
koma hinum þungu blýkistum inn í hvelfinguna, hefir
þessi staður verið fullur af stritandi, heitum svertingjum,
og þegar hvelfingin var þá þegar múruð aftur, hefir út-
streymið frá mannfjöldanum verið lokað þar inni og varð-
veitzt þar, og þessi kraftur síðan varið notaður til þess,
að framkvæma fyrirbrigðin.
Þetta tvennt skulum vér hafa í huga, áður en vér höldum
lengra og förum að athuga önnur fyrirbrigði til þess að
sjá, hvort eitthvað felst í þeim, sem kann að styðja þessar
tilgátur.
Ekki þurfum vér að leita lengi, því að í sömu bókinni
og ég tók fyrri frásöguna úr, er önnur frásaga, sem
tekin er eftir tímaritinu European Magazine, sept. 1815,
og heitir: „Kynjahvelfingin í Stanton í Suffolk," en þar
segir á þessa leið:
„Þegar hvelfingin var opnuð fyrir nokkrum árum, sáu
menn það, sér til mikillar furðu, að nokkra blýkistur með
trélokum, sem festar höfðu verið á líkbörur, höfðu verið
færðar úr stað. Nú voru kisturnar settar hver á sinn stað,
en nokkru síðar dó einn af meðlimum fjölskyldunnar, og
þegar líkkista hans var borin í grafhvelfinguna, kom í
ljós, að kisturnar höfðu verið færðar úr stað í annað
sinn. Tveim árum síðar var grafhvelfingin opnuð og þá
kom í ljós, að ekki hafði verið við það látið sitja, að færa
5