Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Side 74

Morgunn - 01.06.1949, Side 74
68 MORGUNN gerð tilraun til þjófnaðar, og þetta þótti mönnum senni- legra vegna þess, að einhverju sinni hafði áður verið brot- izt inn í grafhvelfingu við hliðina á þessari og gullkögri verið stolið af líkkistunum. En hér var þó einskis saknað, og ógerlegt að sjá merki þess, að skráin hefði verið snert, síðan síðast hafði verið gengið frá hvelfingunni og henni lokað. Rannsóknarnefndin hélt starfi sínu vandlega áfram, allt var skoðað með athygli, sem leitt gæti til þess að skilja þetta mál, jafnvel voru líkkistur opnaðar til þess, að sjá, hvort stolið kynni að hafa verið hringum og öðrum skartgripum, sem hinir látnu höfðu verið lagðir í kist- urnar með, en allt reyndist þar með kyrrum kjörum. Þá voru kallaðir verkamenn til, gólf og veggir voru gaum- gæfilega athugaðir, ef ske kynni, að einhverjir möguleikar fyndust fyrir öðrum inngangi að hvelfingunni, en sú leit varð árangurslaus.. Ennþá var dyrunum lokað og hin virðulega rannsóknar- nefnd, sem mjög var óánægð með niðurstöðuna, setti þung innsigli fyrir dyrnar. Áður en farið var út úr hvelfingunni, var fínni ösku stráð á trégólfið, svo að merki sæjust á gólfinu, ef einhver stigi þangað fæti, og ösku var einnig stráð á tröppurnar, sem lágu niður í hvelfinguna, og á steingólfið í kapellunni. Þá voru settir þar verðir í þrjá daga og þrjár nætur. Vér verðum að játa, að þeir gerðu sakir sínar vandlega þarna í Ahrensburg. Að þessum þrem sólarhringum liðnum lagði hin virðu- lega rannsóknarnefnd af stað áleiðis til grafhvelfingar- innar, en borgarbúar viddu ekki missa af því, sem þarna kynni að fara fram, og fylktu sér með fram girðingunni á kirkjugarðinum. Dyrnar voru læstar. Nú voru innsiglin brotin upp, en þegar inn var komið, var þarna allt í uppnámi, alveg eins og áður hafði verið. Engin fótspor sáust í öskunni, sem stráð hafði verið á þrepin og á gólfið, enginn mann- legur fótur hafði stigið þarna, en römm voru þau öfl, sem þama höfðu verið að verki. Þessi öfl höfðu bersýní-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.