Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 84

Morgunn - 01.06.1949, Page 84
78 MÖRGUNN með hótunaryrði til ungfrú Clavion á vörunum. Hann stóð við orð sín, og með ofsóknum sínum, eftir að hann var dáinn, sannaði hann að leikkonan hafði breytt hyggi- lega, er hún vildi ekki þíðast hann. Ofsóknirnar birtust í háum ópum, er menn heyrðu, þegar hún var með öðru fólki, og stundum urðu ópin svo óskapleg, að fólk féll í ómegin, þegar það heyrði þau. Síðan hættu þessi óp að heyrast en í stað þeirra heyrðust byssuskot einu sinni á dag, í gegn um ákveðinn glugga í húsi hennar. Samfellt í níutíu daga stóðu þessi fyrirbrigði, og bæði ópin og skotin voru ýtarlega rannsökuð af lögreglunni í París, sem setti njósnara á vörð í götuna og leitaði árangurslaust eftir eðlilegri skýringu á þessum undarlegu fyrirbrigðum. Þessi ofsókn hætti eftir að hafa staðið yfir í tvö ár, en hinn vonsvikni biðill hafði, áður en hann dó, heitið því,' að hann skyldi eitra líf hennar jafn lengi og hún hefði eitrað líf hans. Honum tókst þetta vissulega. En eins og öll önnur hefnd hefur þessi hefnd vafalaust verið tvíeggjað sverð, sem særði hann meira en hana, sem hann ofsótti. Frá réttlætanlegri ofsókn, þótt hún yrði henni, sem of- sótt var, engu minni kvöl, segir rithöfundurinn frú Carter Hall, en hún hafði persónulega komizt í kynni við þá atburði, þegar hún var í æsku. Ungur liðsforingi hafði svívirt unga, fallega konu geypilega og dó hún skömmu síðar. Vera má, að ofsóknirnar, sem hann varð fyrir, hafi ekki stafað frá hinni göfugu sál þessarar ungu konu, en frá einhverjum öðrum, sem hefur elskað hana og viljað hefna hennar þannig, en þær urðu ægilegar. Ná- kvæma frásögn af þessum má lesa í bók Dale Owens: Footfalls, en sú bók er svo nákvæm í öllum frásögnum og ályktanir höfundarins svo viturlegar, að hún ætti skilið, að verða sígild bók í þessum efnum. Hvar sem þessi vesæli liðsforingi fór, fylgdi honum slíkur hávaði og truflanir, að að lokum vildi enginn leigja honum her- bergi, aumur og örvæntingarfullur maður varð hann, ýmist biðjandi um lausn frá þessum hörmungum, eða

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.