Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Side 4

Morgunn - 01.12.1962, Side 4
90 MORGUNN Níelssyni greinilega og með nafni og sagði: „Ég heyri enn ekki til hans, en hversvegna heldur hann á lykli? Þetta er tákn. Hann er kominn til að opna fyrir ein- hverjum dyr, greiða veg einhverjum, sem ég sé ekki enn. Nú sé ég hjá honum stcran bókstaf, — stórt „S“. Og nú heyri ég hann segja „Soff — Soff — Soffa“. (Þetta var gælunafn frú Soffíu, mjög notað í fjölskyld- unni). Þá tók stjórnandinn að lýsa frú Soffíu og flytja orðsendingar frá henni. Hann talaði um sjúkleika henn- ar, andlát hennar „í maí“, talaði um fjölskyldu hennar hér, atburð, sem gerzt hafði í fjölskyldunni eftir að frú Soffía andaðist, og saði ennfremur frá foreldrum henn- __ , , ar, eiginmanni og bróður, sem hún „Er hun latin? ‘ . , , .... ,,, _ ’ ... væri nu með. Allt rett. Þetta var allt eðlilegt og sannfærandi, einkum af vörum miðils, sem vissi ekki að þessi vinkona var látin. Þegar frúin var að vakna af transinum, starði hún fast fram fyrir sig og sagði snögglega: „Hvaða kona er þetta? Ég á við konuna, sem var að tala við ykkur. Hún er hér enn, en nú er hún að hverfa mér“. Þá kallaði Mrs. Thompson með allmikilli geðshræringu: „Hvað er þetta! Er hún látin? Og þið sögðuð mér ekki frá þessu!“ Þegar hún heyrði, hversvegna andláti frú Soffíu hafði verið haldið leyndu fyrir henni, sagði hún: „Það var gott, svona var þetta miklu betra en ef ég hefði vitað sjálf, að hún var dáin“. Það verður ekki sagt, að í þessu væri fólgin sönnun fyrir framhaldslífi, því að ekki var anuað af vörum m.ið- ilsins sagt en það, sem tveir fundarmenn vissu, eða gátu vitað. En sönnun er þetta fyrir miðilsgáfu Mrs. Thomp- son. Sem útlendingur og mállaus á íslenzka tungu mis- skildi hún í daglegri umgengni sitt hvað um fólk og fjöl- skyldusambönd. Þess misskilnings gætti aldrei, þegar hún var fallin í trans og stjórnandi hennar var farinn að tala. Þá var allt skýrt og ljóst, sem frúin ruglaði saman sjálf, þegar hún var vakandi. Ýms skemmtileg dæmi mætti nefna þess, að í transinum virtist annar

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.