Morgunn - 01.12.1962, Blaðsíða 16
Sveinn Víkingur:
Próf. Tenhaeff og miðillinn Croiset
★
Þær tvær greinar sálarfræðinnar, sem einkum beinast
að hinum dulrænu fyrirbærum sálarlífsins, þar á meðal
ýmiskonar skynjunum, áhrifum og þekkingu, sem ekki
virðist berast til manns eftir venjulegum leiðum með að-
stoð skynfæranna, eru á erlendum málum nefndar
Psyckoanalysa og Parapsyckology eða Paragnosis.
Psyckoanalysan, sem á íslenzku hefur verið nefnd sál-
greining, er í því fólgin að greiða sundur ýmsa flókna
þætti sálarlífsins, sálflækjur sem oft valda meiri og
minni geðtruflunum. Sem brautryðjendur á því sviði má
einkum nefna menn eins og Freud og síðar menn eins og
dr. Jung sem nú er nýlega látinn. Parapsyckologian er
aftur á móti vísindaleg rannsókn hinna dulrænu hæfi-
leika, s. s. skyggni og fjarhrifa o. fl. og sem ég hér leyfi
mér að kalla sálkönnun og þá sálkönnuði, er við þessar
rannsóknir fást. Er það í samræmi við það, að við nefn-
um það landkönnun að rannsaka ókunn lönd og þá land-
könnuði er við það fást. Því eiginlega er hér um það að
ræða, að kanna lítt þekkt svið sálarlífsins. Það sem segja
má að skilji einkum á milli sálkönnunar og sálarrann-
sókna eins og við venjulega skiljum það orð er þetta, að
sálkönnuðurnir beita sér enn sem komið er ekki að þeim
þættinum sem snertir sambandið við framliðna og eru
jafnvel sumir alveg andvígir spíritismanum. Eigi að síð-
ur eru rannsóknir þeirra harla merkilegar, og ég er ekki
í vafa um að þær muni og hljóti að leiða þá inn á þau
sviðin senn hvað líður.