Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Page 17

Morgunn - 01.12.1962, Page 17
MORGUNN 103 Af þeim mönnum, sem við þessar rannsóknir fást nú, og hafa við þær lagt mikla alúð og kostgæfni, vil ég að- eins nefna menn eins og Dr. J. B. Rhine í Bandaríkjun- um og dr. Björkhem í Svíþjóð og Próf. Tenhaeff við há- skólann í Utrecht í Hollandi. Dr. Tenhaeff mun nú vera eini maðurinn, sem komið hefur á fót sérstakri háskóladeild, sem eingöngu held.ur uppi rannsókn og kennslu í sálkönnun eða Parapsycko- logy og hefur hann veitt þeirri deild forstöðu frá stofn- un hennar 1953. Hann er nú 67 ára gamall, og hefur fengizt við rannsólcnir einkum fjarskyggni og fjarhrifa frá því 1926. Hann hefur á síðustu árum rannsakað 47 menn, sem gæddir hafa verið dulrænum hæfileikum 26 karla og 21 konu. Próf. Tenhaeff gerir sér far um að leita uppi allt það fólk í Hollandi sem gætt er dulrænum hæfileikum. Síðan prófar hann þetta fólk til þess á vísindalegan hátt að ganga úr skugga um hæfileika þess. Og þá, sem fram úr skara, tekur hann beinlínis í þágu stofnunar sinnar og ræður þá þangað sem fasta starfsmenn. Prófessorinn heldur því fram, og hefur þegar sannað það áþreifan- lega, að þessa dularhæfileika sé unnt að nota til margvís- legra nytsamra hluta. Meðal annars til þess að finna týnda hluti, upplýsa ýmsa glæpi og fmna fólk, sem hef- ur horfið og ekkert spurzt til o. s. frv. Er nú þegar svo komið, að til stofnunar hans er leitað ekki aðeins af lögreglunni í Hollandi í flóknum málum heldur af fjölda einstaklinga víðsvegar að úr öllum heiminum. Einn af frægustu skyggnimiðlum, sem hann nú hefur í þjónustu sinni heitir Croiset, og hefur hann ferðast með hann til margra landa til þess að láta vísindamenn þar einnig rannsaka hæfileika hans. Croiset er aðeins 51 árs en hefur verið undir handarjaðri próf. Tenhaeffs síðan 1946. Gáfur hans eru frábærar og enginn getur ennþá skýrt það, hvernig hann fer að því að vita oft og tíðum bæði orðna hluti og óorðna. Og honum virðist oft

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.